ÁRIÐ '82 - ANNAR HLUTI
Núna varð ég fyrir miklum vonbrigðum að hálfu ykkar. Ég sem beið eftir því að þið mynduð geta upp á því hvað gerðist næst. En ónei, ég bað um svo lítið og hvað fæ ég í staðin?? Ekki neitt sem er samasem skítkast af verstu gráðu. Já verstu gráðu! Þótt að ég sjái voða lítið á skjáinn fyrir öllum hrákunum sem frussuðust upp úr mér í reiðikasti mínu, þá ætla ég að leyfa ykkur að heyra óvænta söguendinn sem mér finnst svo ÓGEÐSLEGA fyndinn. Nei ég ætla að láta ykkur þjást... og þjást... og þjást eins og kallinn á myndinni sem ég teiknaði hjá geðlækninum í dag. Já þið getið ímyndað ykkur það að þetta sé ég sem er með... prikið (því að ég nota ekki byssur) og að ÞÚ sért hinn gaurinn!
miðvikudagur, október 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli