ÁRIÐ '82
Þetta herrans ár var mamma mín jafngömul mér. Hún bjó ein með systkinum sínum í í blokkaríbúð á neðstu hæð í Fossvoginum vegna þess að foreldrar hennar voru sauðfjárbændur í eyðifirði á Vestfjörðum. Á veturna var litli malarvegurinn að bænum alltaf fullur af snjó og það kom bíll þangað einu sinni í viku og það var mjólkurbíllinn. Mamma þurfti því að flytja í bæinn aðeins 15 ára gömul og byrjaði að stunda nám við FÁ. "Mamma, pabbi. Ég verð að byrja að stunda nám við FÁ." Hún var í vélritun hjá Guðríði. Guðríður var alltaf kölluð Pikkríður og þegar að krakkarnir horfðu of mikið á ?lyklaborðið? á ritvélunum, tók hún upp gult límband og teipaði yfir alla stafina. "Næst teipa ég ÞIG en ekki stafina!"
Eitt kvöld þegar mamma sat í makindum sínum í stofunni að vélrita, ákvað hún að vildi fá nammi. "Hey, mig langar í nammi!" Hún skrapp útí sjoppu og á leiðinni til baka, tók hún eftir því að maður á mótorhjóli var að horfa á hana. Þótt að maðurinn hafi vakið áhuga móður minnar, hélt hún sína leið og hélt áfram að vélrita. "Ú þetta er svalur melur! En best að halda áfram að vélrita." Þegar mamma var búin að vélrita í nokkra stund, heyrði hún skringileg hljóð fyrir utan. Henni varð litið útum gluggan og sá hún þar dularfulla manninn á mótorhjólinu vera að rúnka sér fyrir framan gluggann! "Oj! Hann er að rúnka sér fyrir framan gluggann!" Mamma fór í panik og dró fyrir gluggana og ákvað að halda rónni. Stuttu seinna var dyrasímanum hringt. (Phsycho ískrið) Hún svaraði. "Halló, má ég koma inn?" "Nei, ógeðið þitt! Ef þú hættir þessu ekki þá hringi ég á lögregluna!" Hún lagði á og fór að gráta. Hún sturtaði nammipokanum í sig og byrjaði að froðufella. "Umm nammi!" Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!"
Hvað haldið þið að hafi gerst næst?
mánudagur, október 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli