ÁRIÐ '82 - ÞRIÐJI HLUTI
Huhumm... ég ætla bara að biðjast afsökunar á hegðun minni í gær (síðustu færslu) en ég talaði við geðlækninn minn í dag og hann sagði mér að ég var vond stelpa fyrir að verða svona reið útí ykkur. Ég átti ekkert að setja myndina sem ég teiknaði á netið og átti alls ekki að segja að ég ætlaði að stinga ykkur með priki. Það er bara skref aftur á bak í meðferðinni.
En fyrst ég er nú að rifja þetta upp, er ekki best að klára bara rúnku-kalla-söguna? Jú ég held að það sé meira en upplagt! (Geðlæknirinn sagði líka að ég ætti að vera jákvæð og glöð)
Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!" "Opnaðu hurðina... Agnes!" "Hvernig veistu hvað ég heiti?" (Phsycho ískrið) "Það stendur á hurðinni..."
Æi ég nenni ekki að segja meira en það kom s.s. í ljós að bróðir hennar sem bjó með henni, fékk e-n vin sinn til að gera at í henni. Þá biðu hann og nokkrir af vinum hans inni í þvottahúsi og komu aftan að mömmu þar sem hún skalf af hræðslu, og hoppuðu ofan á hana þannig að allt liðið lenti í sófanum og mamma fékk snert af taugaáfalli. Hann gerði þetta til að hefna sín á því þegar að hún og vinkona hennar settu prumpublöðru í rúmið hans. Það vildi svo skemmtilega til, að þegar hann sast á blöðruna... þá var dama með honum í rúminu. Það hefur ekki sést tangur né tetur af þeirri dömu síðan. Þetta var s.s. bara allt smá sprell sem fór í svolítið vitlausa átt því að vinurinn átti ekkert að fara að rúnka sér, átti bara að standa fyrir framan gluggann. Honum fannst greinilega fantasían um skrifstofustúlkuna með ritvélina, svona gífurlega æsandi að hann stóðst ekki mátið og togaði fram bibbann. En í öllum fjölskylduboðum er talað um þessa sögu og finnst mér hún alltaf jafnfyndin... en það finnst mömmu ekki.
Já svona fór um sjóferð þá!
ATH! Ég er ekki hjá geðlækni. Geðlæknirinn er hjá mér!
Svona líta búningarnir út sem allir geðsjúklingarnir eru í þegar þeir reyna fyrir sér í knattleik á geðsjúkrarhælinu.
fimmtudagur, október 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli