föstudagur, október 31, 2003

PÆLING DAGSINS!

Ég átti afar athyglisverða pælingu í daginn. Hún spratt upp á þriðjudagnn þegar ég var að læra fyrir latínupróf og var að fletta upp orði í latínubókinni minni sem kennd er við Kristin Ármannsson. Fyrir áhugasama þá var ég að leita að orðinu magister sem er masculinum og þýðir kennari. Eitthvað hef ég farið orðavillt því að mér varð litið á annað orð hinum megin á síðunni og það orð var mamma.

mamma, -ae, f.: brjóst, speni, júgur.

Og þá byrjaði ég að huxa. Mamma er nokkurs konar slanguryrði á Íslandi og þýðir einfaldlega móðir eða kvenkyns uppalandi. Í bíómyndum hef ég oft heyrt að feitir ítalskir pizzukallar eins og Super Mario og Luigi, segja með mikilli innlifun: Mamma mia!! Latína er eins og margir ættu að vita, undirstaða margra tungumála og ætti ítalskan að standa latínunni nærst. Og mér er spurn: Eru Ítalir þá ekki að segja: Mamma mín! eins og ég hef alltaf haldið, heldur: Brjóstin mín!? Ef svo er, þá ætti það að vera af tvennum ástæðum:

1. Brjóst ættu að vera á flestum konum (veit ekki með þessar ítölsku) og sú stund sem er móðir hvað kærust, er þegar hún var með barn sitt á brjósti. Börnin vita þetta og kalla því mömmu sína brjóst eða júgur og á það að minna á þessa ógleymanlegu stund.

2. Ítalir eru sjúkir í brjóst og leggjast svo lágt, að girnast brjóst sinnar eigin móður.

Ég er kannski á villigötum en það er þess virði að gefa sér smá tíma og virkilega pæla í þessu.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Who knows where to download XRumer 5.0 Palladium?
Help, please. All recommend this program to effectively advertise on the Internet, this is the best program!