FYRIRSÖGNIN!
Ég var að vafra á veraldarvefnum í gær og þegar ég rakst á eina fyrirsögn á mbl.is, þá hélt ég að augun myndu hreinlega detta úr mér:
Berjast fyrir lokun Thulestöðvarinnar
Og ég hugsaði.... hvaða vondu manneskjur vilja láta loka verksmiðjunni sem framleiðir besta bjór í heimi?
Svo ákvað ég nú að kynna mér þetta betur og skrollaði niður. Þá var ekki verið að tala um bjórinn Thule, heldur herstöðina Thule á Grænlandi! Það er víst verið að reka fólk frá heimkynum sínum af því að Kanarnir vilja það af einhverjum ástæðum. Ahhh... sem betur fer!
Ég sé núna hvað áfengisneysla mín er á háu stigi og það er frekar slæmt :s
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli