sunnudagur, nóvember 09, 2003

VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS!

Svona byrjar Svarta bók: Helvíti var kringla, Kringlan var verslunarmiðstöð. Laugardaginn 8. nóvember fóru tvær ungar hnátur í verslunarleiðangur en það sem þær vissu ekki, var að verslunarmiðstöðin sem þær fóru í var.... VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS! Það er líka ekki furða því að matsalur verstlinga er einnig staðsettur í sama húsi. Telpurnar með þynnkuna, Björk Níelsdóttir og Særún Ósk Pálmadóttir höfðu gengið inní opinn dauðann... án þess að vita af því.

Fyrst lá leið þeirra í Spútnik. Þær sáu pils sem var saumað úr bolum... þá fyrst fengu þær hugmynd um að það var eitthvað mikið að. Þær fóru í Skífuna, heimsveldi Jóns Ólafssonar og gerðu sér glaðan dag. Björk keypti síðbúnar afmælisgjafir handa fjölskyldunni og Særún keypti sér nýja diskinn með The Strokes. Allt var í lagi þangað til að... þroskaheftur strákur réðst að Særúnu og spurði hvort hún ætti diskinn með Sálinni og Sinfó. Hún varð flemdri slegin, hljóp út og týndi Björk en sem betur fer var hún með gemsa og komst að því að Björk var bara hjá 2 fyrir 2200-rekkanum. Þroskahefti strákurinn sást hvergi þannig að þær borguðu og flýttu sér út... en það sem þær vissu ekki, var að þær voru í þann mund að labba uppí opið ginið á Kebab-skrímslinu ógurlega. Þær ákváðu að fá sér snarl í Kebab húsinu. Afgreiðslukonan kom og var greinilega í vandu skapi. Særún pantaði sér ostborgara en Björk átti eitthvað erfitt með að ákveða sig. Konan ákvað þá bara að dæsa og labba í burtu til að sína þeim að hún hataði þær og einnig vinnuna sína. Særún fékk hamborgarann sinn og Björk fékk franskarnar sínar eftir langa bið. Þetta var svo sannarlega AFGREIÐSLUKONA DAUÐANS því að þegar Særún beit í hamborgarann sinn, var hann hrár og einnig franskarnar hennar Bjarkar. Ekki mátti á tæpara standa því að ef þær hefðu borðað mikið meira af þessu sulli, hefðu þær ekki lifað til að segja þessa ótrúlegu lífsreynslusögu sína. Þær hittu síðan klarinettarana Ingimar og Tómas en þeir voru með nammi. Á meðan þau töluðu saman á fyrstu hæðinni gerðist hreint út sagt magnaður hlutur... það rigndi eina-krónum! Tvisvar sinnum var eina-krónu hent í þau en sem betur fer fékk enginn krónu í sig. Ef þau hefðu verið fyrir neðan Eiffel-turninn og fengið eina krónu í hausinn... hefði krónan drepið þau! Í skelfingu sinni hlupu þau út og fóru heim. Hjúkket! Þau sluppu út úr helvíti!



Þetta er Lúsífer... enda er hann í píkupoppshljómsveitinni Westlife

Engin ummæli: