þriðjudagur, september 30, 2003

ÞARFAÞING MÁNAÐARINS!

Nú er kominn á markaðinn nýr áfengismælir; CA2000. Það eina sem þú þarft að gera er að blása í 5 sekúndur og mælirinn sýnir þér nákvæmt alkóhólmagn. Núna kostar hann aðeins 9.995 kr.- í Elko sem eru ekkert annað en kjarakaup. Hver hefur ekki lent í þeirri aðstæðu, að vilja allt í einu fá að vita hvað hann er með mikið áfengi í blóðinu? Þá væri nú gott að geta gripið í nýja áfengismælinn sem fæst aðeins í Elko. Til að prufukeyra gripinn, fóru nokkrir Elko menn nú á dögunum, og gáfu Lalla Johns og félögum nokkra mæla til að fara nú ekki útí vitlausuna... enn á ný.

ELKO - FYRIR ÞÍNA ÞÁGU!

(smáaletrið:mælirinneríábyrgðíaðeinstvodaga,ekkiyfirhelgi.Svoerþettalíkadraslsemáheimaíklósettinueðaáöðrumskítastöðumeinsogversló)

laugardagur, september 27, 2003

GLEÐI- OG DRAUMAHORNIÐ!

Gleði daxins er mikil því að ný fjarstýring af sjónvarpi mínu var að lenda í híbýlum mínum! Ég fékk hana reyndar í gær eftir 4 mánaða pirring því að takkarnir þeirri gömlu fóru að beila á mér einn af örðum. Fyrst var það nr. 1 og 3 (Stöð 2 og Skjár einn) Þá varð ég að notast við upp og niður takkana en þeir biluðu svo nokkrum dögum seinna, huxanlega vegna ofnotkunar. Svo var það takki nr. 2 (RÚV) og svo nr. 4 (Popptíví) Það eina sem ég hafði var þá Omega á takka nr. 5 og Stöð 2 á takka nr. 6 þegar það voru óruglaðar fréttir. Pabbi kom með fjarstýringu handa mér í nótt eftir margra mánaða bið en gat ekki beðið til morguns... grrrr. Af einhverjum ástæðum kom hann heim kl. 12 úr vinnunni og þá var ég sofnuð fyrir klukkutíma síðan (Ég er orðin eins og mamma og amma... dey svefndauða kl. 10-11 á kvöldin) Allt í einu var ljósið kveikt, akkúrat á þeirri stundu þegar sæti spanjólinn Pablo var að fara að kyssa mig blautum suðrænum heitum kossi. Pabbi: ÉG MUN HEBBNA MÍN!! Hann byrjaði að kenna mér á fjarstýringuna og ég mummlaði bara já öðru hverju svo að ég gæti byrjað aftur á draumnum sem fyrst. Hann fór hálftíma síðar og ég var orðin meistari fjarstýringanotkunar án þess að vita af því. Loxins gat draumurinn byrjað aftur. Pablo var horfinn og ég var komin í dönskustofuna. Ohhh... þarna var frk. Kærlighed-kneller (Ástríður) öðru nafni Ebba komin og stóð yfir okkur með prik og lét okkur þýða stíl um sögu MR:

Skolen blev tegnet af rigsbygmesteren af Danmark, etatsåd Jörgen Hansen og den blev drevet efter dansk reglement om latinskoler. Huset, som i dagligtsprog nævens Den gamle skole blev viet året atten hundrede seksogfyrre. Skolen blev opringeligt nævnt Den lærde skole; senere Latinskolen og nu Reykjavík Gymansium.

Allt í einu öskraði Ebba: "Hættið að geyfla ykkur í framan og haldið áfram með stílinn! Þetta er alveg ÓÞOLANDI!!" Þá leit ég til hliðar og þá var allur bekkurinn með krampa í andlitinu sem færðist niður í hendur og allur 4.B. lá á gólfinu í flogakasti nema ég. Ég fór að hlæja en þá fékk ég líka svona kast. Svo vaknaði ég og kipptist öll til eins og í kastinu í draumnum. Vá, þetta var raunverulegra en þegar ég labba fram að bryggju í draumi og vakna með fiðring í maganum.

Já krakkar, fjarstýringar eru af hinu illa... líka danska.

fimmtudagur, september 25, 2003

SVAR DAXINS!

Ég er komin með svarið við óskilningi daxins: Kokeilsósa var á árum áður búin til, til þess að hafa með rækjuKOKTEIL. Þá var rækjum og e-u sulli dýft í sósu sem samanstendur af majónesi, tómatsósu og SINNEPI! Með tímanum hættu rækjur að vera móðens og eftir stóð sósan sem hélt sinni upprunalegu merkingu: kokteil-sósa!

Upplýsingar í boði Finnboga - Finnbó... ekkert líkur Bó!

Svo fær Hildigunnur tónheyrnarkennarinn minn góði, þann heiður að vera ein af börnum Guðs.

mánudagur, september 22, 2003

ÓSKILNINGUR DAXINS!

Ég skil ekki þá þörf föður míns, að hafa kokteilsósu með öllum mat! Þá meina ég öllum: steiktum fiski, pizzu, kjúdlingi, samlokum, rúgbrauði og svo lengi mætti telja. Fyrir þá sem ekki vita, samanstendur sósan af my-own-ass-i (majónesi) og túmatsósu. Majónes= fita, og túmatsósa=... örugglega mikil fita líka. Svo verður hann bara svaka hissa þegar vigtin sínir stærri tölu en mánuðinum áður: "Hva... ég skil þetta ekki. Og ég sem er ekki búinn að borða neitt óhollt í langan tíma!!" Karlkindin... óskiljanlegur fylgihlutur konunnar.

Svo skil ég ekki heldur (ATH! Ég skil ekki mikið) af hverju kokteilsósa heitir kokteilsósa. Ekki er kokteil og sósu blandað saman. Hvaðan kemur þessi kokteill? Kannski mólotovkokteill? (Las í Andrea elsker mig að það væri sprengja :p ) Svar óskast... og það fljótt, því ég er að verða brjáluð. Skellibjalla... ég ætla að bíta þig í skólanum!! Grr...

laugardagur, september 20, 2003

PÓSTKORT DAXINS!

Um daginn fékk ég póstkort. Póstkort frá þýskum vini mínum. Þýskum vini mínum sem segir alltaf sögur. Sögur sem hafa ekkert ,,fútt”. ,,Fútt” er ekki til í hans orðaforða. Enda er hann Þjóðverji. Póstkortið hljóðar svona:

Hi Saerún!

Greetings from “Marseillan Plage” in South-France! I am spending great holidays here with my friends. The weather is really good and we are having a lot of fun. We are staying on a camping-side where we cook or grill our own food! :) And off course we go swimming in the Mediterranean Sea every day or drink a beer to cool down from the hot weather.

Bye-bye Christoph!


Hann er ekki Þjóðverji fyrir ekki neitt. Ónei!

Svo vil ég leggja fram obinberlega kvörtun til póstþjónustu almennt. Póstkortið var sent 19. júlí og ég fékk það fyrir 2 vikum… sem er auðvitað ekki nógu gott. Hvað varð um gömlu góðu bréfdúfurnar??

miðvikudagur, september 17, 2003

SAMTAL DAXINS!

Systir: Þegar stelpur byrja á túr, byrja strákar að fá sáðlát.
Pabbi: Já... draumkuntu! Huhuhuhuhuhuhu
S: Hvað er drumbkunta? Eitthvað dónó?
P: Sjáðu nú til... þegar strákar fá DRAUMKUNTU, þá fá þeir sáðlát í svefni.
S: Ha... fer þá brúnt í rúmið?
P: Neinei... það fer vanilluís í rúmið.
Ég: Oj pabbi, ég er að reyna að borða hérna!!! Ómægod!!
P: Vanilluís??

Ég ætla aldrei að borða vanilluís

föstudagur, september 12, 2003

UPPGÖTVANIR DAXINS!

1. Pabbi minn er hörmulegur lagasmiður. Í gær heyrði ég hann góla lítinn lagstúf um hundinn minn á meðan hann var að reima skóna sína fyrir daglegan göngutúr feðganna. Ekki nóg með það að tegstinn var hræðilegur, heldur söng hann aðra hverja línu eins og Bee Gees, í falsettu held ég að það heiti, og hinar eins og Pavarotti.... með misgóðum árangri. Og hérna er afraksturinn:

Sjúddírarí Sókrates
slefið sveiflast upp á fés.
Sjúddírarí Sókrates
Playboy og Hustler mikið les.


Úff, þetta er rosalegt!!

2. Ég komst að því í sögutíma hjá Helga Ingólfs fyrir stuttu, að þegar Bretland er teiknað með landamærum Skotlands lítur það alveg út eins og.... já ég skal segja það... stór og stæðilegur limur! Og nei... ég er ekki með typpi á heilanum krakkar mínir! Þetta er líka alveg rosalegt!!

3. Það er ekki gott að láta sprengja nammipoka við eyrað á manni... sérstaklega ekki í enskutímum. Og nei, ég fékk ekki verk í eyrað heldur í hausinn! Afar furðulegt! Köld eru enskukennara-augnaráðin.

þriðjudagur, september 09, 2003

Ó-JÓGÚRT VIKUNNAR!

“Til eru mörg ó-jógúrtin Dæda mín”, var afi vanur að segja við mig áður en ég fór að sofa þegar ég var hjá honum og ömmu í sveitinni á sumrin. Ég er hætt leit minni að hinu eina sanna ó-jógúrti afi minn, því að ég hef heldur betur fundið það. Frá belju á Skerðingsstöðum í Eyjafirði, mjólkurbíl til Akureyrar, safapressu og áfyllingarvél hjá KEA, vörubíl til Reykjavíkur, hillu í Fjarðarkaupum og innkaupakerru móður minnar hefur það ferðast og endaði ferð sína beint í ísskápnum mínum. Og af einhverjum ástæðum rambaði það í nestispakkann minn í morgun, mér til mikillar mæðu.

Best að vera ekki að tvínóna við hlutina heldur skella gusunni á ykkur: Ó-jógúrt vikunnar er KEA skyr með blóðappelsínum. Meira að segja nafnið skerst inní hjarta mitt því að aldrei myndi ég leggja það á vana minn að borða eitthvað með orðinu blóð- í. Mér fer að svima þegar ég heyri talað um blóð og ekki minnkar sviminn þegar ég sé blóð. T.d. þá snýst allt herbergið núna og bráðum dett ég á gólfið....

(2 mínútum seinna) Jæja, þarna leið yfir mig í smástund. En svo að ég snúi mér nú aftur að skyrinu, þá er þetta frekar ógeðslegt skyr, með svona appelsínu-hýðis-tætlum útum allt. Það inniheldur líka 98 kaloríur í 100 g sem er ekki gott... held ég. Ég ætla ekki að fara yfir í neina næringarfræði hérna en ég ætlaði bara að vara þig við þessu skyri, lesandi góði, því að mér er annt um þig... í alvörunni. En allir hlutir með marga galla hafa a.m.k. einn kost og kostur blóðskyrsins er sá að með dollunni fylgir svona handhæg skeið í 2 hlutum sem er tvímælalaust til mikilla þæginda.

Ef ég ætti að velja Húsavík eða Akureyri þá væri það Húsavík. Potter!!

KEA skyr með blóðappelsínum= 1 logsuðutæki

sunnudagur, september 07, 2003

REGS OG PEGS DAXINS!

Vondar kartöflur


Kona var að kvarta undan kartöflum í Velvakanda sl. sunnudag. Er ég henni alveg sammála og finnst ástandið aldrei hafa verið svona slæmt áður. (Kannski ekki árið 1700 og súrkál þegar kartöflur voru ekki einu sinni til! Vertu ánægð með það sem þú hefur... manneskja) Það eru svartir blettir á kartöflunum af því að þær hafa verið blautar í pokunum. (Það er líka rigning á þessu landi allan ársins hring! Og kartöflur eru mannlegar... það eru flest allir með fæðingarbletti!) Þegar keyptar eru kartöflur þarf að taka þær strax úr pokanum þegar heim er komið, annars eyðileggjast þær. (Ráð daxins gjössovel!)
Það finnst mörgum gott að borða kartöflur (Nei er það?!?) með hýðinu (Nei ekki mér) en í ár hefur það ekki verið hægt. Finnst mér að kartöflubændur ættu að taka þetta til alvarlegrar athugunar því ég veit að ég tala fyrir hönd margra. (Og heyriði það kartöflubændur!! Það verður að gera eitthvað í þessu... og það strags!!)


Það sem hægt er að nöldra yfir kartöbblum... og það í Velvakanda. En “sem betur fer” byrjaði RÚV aftur með Leiðindarljós því ef svo væri ekki, væru dagmömmur og frystihúsakvensur á Kópaskeri og konur úr Vesturbænum ennþá að kvarta í Velvakandi því að lífið hefur bara engan tilgang og er gjörsamlega ómögulegt án Leiðindaljóss. En í staðinn eru það kartöbblur. Jeminn eini!

Rappanúlí in da krímhás

þriðjudagur, september 02, 2003

BRANDARI DAXINS!!

Þrjár konur lentu saman í bílslysi og dóu allar og fóru saman til himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti þeim og sagði: Við höfum bara eina reglu hér og hún er sú að það er bannað að stíga á endurnar. síðan fengu þær að fara inn um himnahliðið og það voru endur út um allt. Það var næstum ómögulegt að stíga ekki ofan á einhverja þeirra og þó þær pössuðu sig eins vel og þær gátu fór svo að ein þeirra steig ofan á eina öndina. Um leið kom Lykla-Pétur með þann ljótasta mann sem hún hafði augum litið. Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði: Refsing þín fyrir að stíga ofan á önd er sú að þú verður hlekkjuð við þennan þennan mann að eilífu. Daginn eftir lendir kona númer tvö í því að stíga ofan á önd og um leið birtist Lykla-Pétur með annan skelfilega ljótan mann og hlekkir þau saman með sömu ummælunum. Þriðja konan sem hafði fylgst með þessu öllu og vildi alls ekki lenda í því sama og þær, passaði sig alveg sérstaklega hvar hún steig niður. Henni tókst að þrauka mánuðum saman en einn daginn kom Lykla-Pétur með þann fallegast mann sem hún hafði séð. Löng augnhár, massaður, grannur og allur pakkinn !!! Hin heppna kona stundi: Ekki veit ég hvað ég gerði til að verðskulda að vera hlekkjuð við þig um alla eilífð. Fallegi maðurinn svaraði: Ég veit ekki um þig en ég steig á önd !!!

Og núna.... ALLIR HLÆJA!!