GLEÐI- OG DRAUMAHORNIÐ!
Gleði daxins er mikil því að ný fjarstýring af sjónvarpi mínu var að lenda í híbýlum mínum! Ég fékk hana reyndar í gær eftir 4 mánaða pirring því að takkarnir þeirri gömlu fóru að beila á mér einn af örðum. Fyrst var það nr. 1 og 3 (Stöð 2 og Skjár einn) Þá varð ég að notast við upp og niður takkana en þeir biluðu svo nokkrum dögum seinna, huxanlega vegna ofnotkunar. Svo var það takki nr. 2 (RÚV) og svo nr. 4 (Popptíví) Það eina sem ég hafði var þá Omega á takka nr. 5 og Stöð 2 á takka nr. 6 þegar það voru óruglaðar fréttir. Pabbi kom með fjarstýringu handa mér í nótt eftir margra mánaða bið en gat ekki beðið til morguns... grrrr. Af einhverjum ástæðum kom hann heim kl. 12 úr vinnunni og þá var ég sofnuð fyrir klukkutíma síðan (Ég er orðin eins og mamma og amma... dey svefndauða kl. 10-11 á kvöldin) Allt í einu var ljósið kveikt, akkúrat á þeirri stundu þegar sæti spanjólinn Pablo var að fara að kyssa mig blautum suðrænum heitum kossi. Pabbi: ÉG MUN HEBBNA MÍN!! Hann byrjaði að kenna mér á fjarstýringuna og ég mummlaði bara já öðru hverju svo að ég gæti byrjað aftur á draumnum sem fyrst. Hann fór hálftíma síðar og ég var orðin meistari fjarstýringanotkunar án þess að vita af því. Loxins gat draumurinn byrjað aftur. Pablo var horfinn og ég var komin í dönskustofuna. Ohhh... þarna var frk. Kærlighed-kneller (Ástríður) öðru nafni Ebba komin og stóð yfir okkur með prik og lét okkur þýða stíl um sögu MR:
Skolen blev tegnet af rigsbygmesteren af Danmark, etatsåd Jörgen Hansen og den blev drevet efter dansk reglement om latinskoler. Huset, som i dagligtsprog nævens Den gamle skole blev viet året atten hundrede seksogfyrre. Skolen blev opringeligt nævnt Den lærde skole; senere Latinskolen og nu Reykjavík Gymansium.
Allt í einu öskraði Ebba: "Hættið að geyfla ykkur í framan og haldið áfram með stílinn! Þetta er alveg ÓÞOLANDI!!" Þá leit ég til hliðar og þá var allur bekkurinn með krampa í andlitinu sem færðist niður í hendur og allur 4.B. lá á gólfinu í flogakasti nema ég. Ég fór að hlæja en þá fékk ég líka svona kast. Svo vaknaði ég og kipptist öll til eins og í kastinu í draumnum. Vá, þetta var raunverulegra en þegar ég labba fram að bryggju í draumi og vakna með fiðring í maganum.
Já krakkar, fjarstýringar eru af hinu illa... líka danska.
laugardagur, september 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli