ÓSKILNINGUR DAXINS!
Ég skil ekki þá þörf föður míns, að hafa kokteilsósu með öllum mat! Þá meina ég öllum: steiktum fiski, pizzu, kjúdlingi, samlokum, rúgbrauði og svo lengi mætti telja. Fyrir þá sem ekki vita, samanstendur sósan af my-own-ass-i (majónesi) og túmatsósu. Majónes= fita, og túmatsósa=... örugglega mikil fita líka. Svo verður hann bara svaka hissa þegar vigtin sínir stærri tölu en mánuðinum áður: "Hva... ég skil þetta ekki. Og ég sem er ekki búinn að borða neitt óhollt í langan tíma!!" Karlkindin... óskiljanlegur fylgihlutur konunnar.
Svo skil ég ekki heldur (ATH! Ég skil ekki mikið) af hverju kokteilsósa heitir kokteilsósa. Ekki er kokteil og sósu blandað saman. Hvaðan kemur þessi kokteill? Kannski mólotovkokteill? (Las í Andrea elsker mig að það væri sprengja :p ) Svar óskast... og það fljótt, því ég er að verða brjáluð. Skellibjalla... ég ætla að bíta þig í skólanum!! Grr...
mánudagur, september 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli