UPPGÖTVANIR DAXINS!
1. Pabbi minn er hörmulegur lagasmiður. Í gær heyrði ég hann góla lítinn lagstúf um hundinn minn á meðan hann var að reima skóna sína fyrir daglegan göngutúr feðganna. Ekki nóg með það að tegstinn var hræðilegur, heldur söng hann aðra hverja línu eins og Bee Gees, í falsettu held ég að það heiti, og hinar eins og Pavarotti.... með misgóðum árangri. Og hérna er afraksturinn:
Sjúddírarí Sókrates
slefið sveiflast upp á fés.
Sjúddírarí Sókrates
Playboy og Hustler mikið les.
Úff, þetta er rosalegt!!
2. Ég komst að því í sögutíma hjá Helga Ingólfs fyrir stuttu, að þegar Bretland er teiknað með landamærum Skotlands lítur það alveg út eins og.... já ég skal segja það... stór og stæðilegur limur! Og nei... ég er ekki með typpi á heilanum krakkar mínir! Þetta er líka alveg rosalegt!!
3. Það er ekki gott að láta sprengja nammipoka við eyrað á manni... sérstaklega ekki í enskutímum. Og nei, ég fékk ekki verk í eyrað heldur í hausinn! Afar furðulegt! Köld eru enskukennara-augnaráðin.
föstudagur, september 12, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli