laugardagur, nóvember 29, 2003

BÓK DAGSINS!

Þennan virðulega titil fær besta bók sem skrifuð hefur verið. Ég fann hana í rykföllnum kassa um daginn og hoppaði hæð mína þegar ég sá hana. Þetta var uppáhalds bókin mín í æsku og sást það vel á því hversu slefborin hún var – ég slefaði víst mikið sem krakki. Bókin hefur að geyma einn fallegasta boðskap sem að prentaður hefur verið. Bók vikunnar er:

Bangsímon og afmælisveislan


Einn góðan veðurdag kom Bangsímon gangandi eftir stígnum sem lá niður að gömlu trébrúnni. Honum þótti alltaf svo gaman að standa á brúnni og horfa niður í lygnan árstrauminn.
Þegar hann gekk fram hjá háu trjánum datt eitthvað hart á hausinn á honum.
- Sko, hrópaði Bangsímon. Þetta er fallegur köngull!
Bangsímon var svo gagntekinn af að horfa á fallega köngulinn að hann tók ekkert eftir rótarhnyðju sem stóð upp úr götunni. POMP! Hann hrasaði um hnyðjuna og stakkst á höfuðið.
Hann kom niður á miðja brúna sína góðu.
- Hvað er orðið af könglinum mínum? sagði Bangsímon um leið og hann leit upp.
- Æ, æ, hann hefur dottið í ána! Hann horfði á köngulinn fljóta með straumnum.
Þá sá Bangsímon dálítið merkilegt.
- En skrýtið! Köngullinn datt út af brúnni hérna megin en kemur undan henni hinum megin. Ég ætla að prófa þetta aftur.
Bangsímon tíndi fleiri köngla og fáein prik og fór með það yfir á brúna. Hann teygði sig yfir handriðið öðrum megin og henti könglunum og prikunum í ána. Svo hljóp hann yfir að handriðinu hinum megin.
- Þarna er einn, þarna er annar, þarna er prik. Það kemur allt hingað! Og prikin fljóta hraðar en könglarnir, sagði Bangsímon. Ég verð að segja öllum hinum frá þessu!
- Gríslingur! Kaninka! Gúri! Nú kann ég nýjan leik. Hann heitir Bangsaprik. Ég skírði hann í höfuðið á sjálfum mér, sagði Bangsímon. Ég get ekki útskýrt hann en ég ætla að sýna ykkur hann.
Þau fóru niður að ánni.
- Fyrst týna allir fáein prik, sagði Bangsímon. Svo hendum við þeim af brúnni hérna megin og hlaupum síðan yfir á hinn kantinn og gáum hvert okkar vinnur. Eruð þið tilbúin? Hendið þeim núna! Þau hlupu þvert yfir brúna.
- Þarna koma mín prik! hrópaði Gúri.
En þetta voru engin bangsaprik. Það var Eyrnaslapi sem flaut niður ána.
- Hvað er að sjá þig, Eyrnaslapi? kallaði Kaninka. Ertu að bíða eftir að einhver bjargi þér á þurrt land?
- Já, það væri fínt, svaraði asninn og gekk upp og niður í vatninu.
- Hvað gerum við nú? spurði Grislingur.
- Mér dettur ráð í hug, sagði Bangsímon. Við hendum stórum steini rétt hjá Eyrnaslapa. Þá bera öldurnar hann að landi! Þetta þótti öllum þjóðráð nema Eyrnaslapa.
Bangsímon sótti stóran stein og lyfti honum upp á brúarhandriðið. Hann miðaði á blett við hliðina á Eyrnaslapa og skaut föstu skoti. SKVAMP! Steinninn féll afar nærri Eyrnaslapa eða réttara sagt beint ofan á hann.

Ohh... ég get ekki skrifað meir, þetta er svo sárt! Aumingja Eyrnaslapi að fá stein á sig! En það kom á daginn að Tumi tígur hafði hrint honum ofan í ána en Tumi sagðist bara hafa hóstað á hann. Bansímon tók eftir því að Eyrnaslapi var eitthvað slappur á kantinum en það var útaf því að Eyrnaslapi átti afmæli en enginn óskaði honum til hamingju með afmælið! Þau ákváðu því að gefa honum gjafir. Bangsímon ætlaði að gefa honum hunang en hann kláraði allt á leiðinni. Grislingur ætlaði að gefa honum blöðru en hún sprakk þegar að hann klessti á tré. Svo var haldið sörpræs partý og allir voru glaðir til ævi loka! Endir!

Boðskapur sögunnar: Simple mind, simple pleasure!
Leikur dagsins: Bangsaprik

föstudagur, nóvember 28, 2003

ÞAÐ SEM PIRRANDI ER...

... þegar móðirin á heimilinu tekur upp á því að kaupa tannbursta á liðið, hefur þá alla frá Colgate en í mismunandi dökkum litum (grænum, fjólubláum, bláum og öðruvísi bláum). Svo þegar að völt unglingsstúlka kemur heim frá "samkundu" um nótt og ætlar að fara að tannbursta sig, man hún ekkert hvaða tannbursta hún átti! Hún tekur því upp á því að nota bara alla tannburstana! Þessar mæður!!

... stórir auglýsingabæklingar, t.d. frá Elko og Rúmfatalagernum. Það þarf heilt borð til að lesa þá.

... lúðrasveitabúningar, sérstaklega þessir fjólubláu og gulu/gulllituðu. Böndin á öxlinni eiga það til að flækjast í öllu steini léttara, t.d. hurðarhúnum. Þarf ekki að útskýra þetta því að þið þekkið þetta!

... nafnabrandarar af því að þeir eru svo langt frá því að vera fyndnir. Hér koma nokkur dæmi:

A: “Ohh, vanda sig!”
B: “Ég heiti ekki Vanda Sig, ég heiti Guðríður Jóns!”

A: “Drífa sig!”
B: “Ég heiti ekki Drífa Sig, ég heiti Sveinsína Trausta!”

A: “Þegar ég verð gömul, ætla ég að setjast í helgan stein.”
B: “Hver er þessi Helgi Steinn??”

Nafnabrandarar í boði mömmu – maður kallar ekki allt mömmu sína!

... þegar að fjölskyldumeðlimirnir mínir finna alla áfengisfelustaðina mína "ÓVART!"
"Ég opnaði bara hurðina á herberginu þínu og þá datt bara taskan með bjórnum af snaganum"
"Hvaða bjór er þetta í kassanum? Þegar að ég ætlaði að fara að ná í gamlar skólabækur í honum... blasti bara kippa við mér!! Hvernig stendur á þessu? Og hvar fékkstu þetta? Veistu ekki að það er gegn lögum að selja börnum undir lögaldri áfengi?"
Ég verð bara að vona að það finni enginn kippuna sem er inní fataskápnum mínum! :s



Hérna er ég ásamt nokkrum vel völdum félögum í hátíðarbúningnum okkar. Ég er önnur til vinstri. Sem betur fer er enginn hurðarhúnn sjáanlegur!!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

HÚN Á AFMÆLI Í DAG!

Afmælisbarnið afþakkar alla blómakransa og skeyti en öll peningjagjöf er vel þegin á reikninginn 061231 í Sparisjóði Hafnarfjarðar.

Fyrir hönd afmælisnefndar

Jón Jónsson

laugardagur, nóvember 15, 2003

BLOGGPÁSA!

Ég ætla að taka mér smá bloggpásu. Kem aftur hress og kát 27. nóvember.

Lesandi: "Af hverju 27. nóvember?"
Ég: "Gaman að þú skildir spyrja, en þá á ég 17 ára afmæli!"

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

HINN EINI SANNI MIÐVIKUDAGUR!

Og hann hlýtur miðvikudagurinn í dag! Já þetta hefur verið viðburðarríkur miððvikudagur get ég svo sannarlega sagt ykkur með kökkinn í hálsinum. (í þessu tilfelli er kökkurinn á stærð við billjardkúlu og fer sífellt stækkandi... ekki spyrja af hverju!) Ég fór í skólann í morgun eftir 3ja daga veikindi, fékk að vita úr líffræðiprófinu mínu og einkunnina get ég talið á annarri hendi. Og getiði nú!!

Svo var spurningakeppni í MR. Núna er ég miklu gáfaðari en ég var í gær af því að ég fékk að vita að Þykkvabæjarsnakk er selt í 90 gramma umbúðum OG 140 gramma umbúðum. Svo er Borgarfjörður líka afar skeljóttur og Jóhanna af Örk er frönsk og barðist í Hundrað-ára-stríðinu. Og geri aðrir betur!!! Ég komst líka að því að spurningakeppnin heitir ekki Rataröskur eins og ég hélt, (Særún silly Billy! Radarar geta ekki öskrað!!) heldur Ratatoskur í höfuðið á einhverjum íkorna sem átti í ástarsambandi við Yggidrasl. Oj, dýrasifjaspjöll! 4.B. tapaði en við megum eiga það að við vorum helvíti góð í hraðaspurningunum!! Gengur bara betur næst.

Svo fór ég í bíó á Finding Nemo með MR. Þetta er frábær mynd en ég var að skíta á mig á köflum. Nei ég var ekki að kúka á kaflana í bókinni minni, heldur var þetta bara svo spennandi mynd. Mæli eindregið með henni! Og núna sit ég við tölvuna og reyni að blogga. Þá legg ég atherslu á REYNI... því að það er einfaldlega ekki að virka. Þetta er einhvern veginn ekki eins og þegar ég byrjaði fyrst á þessu "dópi"... ég hef ekkert að tala um núna. Ég hef því ákveðið að taka mér smá hlé á þessu, fylla upp í gatasigtið og koma svo sprellfjörug til baka! Mér líst vel á það! Kem kannski með eina góða færslu áður en ég legg skóna á hilluna... í smástund.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

ÞAÐ SEM FYNDIÐ ER...

... að klæða gæludýrið sitt í föt. Ég geri nú ekki mikið af því heldur aðallega hún móðir mín. Í gær klæddi hún hundinn okkar í fyrstu barnaskóna mína. Hann passaði þrusuvel í þá en við fyrsta tækifærð sparkaði hann þeim bara í mömmu... gott hjá honum! Það á ekki að koma svona fram við dýr... þótt að það sé ekkert smá fyndið!!
... nýja gælunafnið hans Jónsa í Svörtum fötum: Jónsi í Vitlausu gati! Pabbi heyrði þetta víst í vinnunni sinni. Æi þetta er kannski ekkert fyndið... Maður á ekki að gera grín að kynhneigð fólks.
... nafnið á sögubókinni minni: Samband við miðaldir. Hver veit... kannski heitir einhver Miðaldir og á í sambandið við einhverja! Og ég held að hann myndi ekki vilja að allir vissu það með því að setja það framan á framhaldsskóla-sögubók! Ónei!
... að ef að einhver nær að plata einhvern annan og segir svona: "Haha, þú trúðir mér!" Þá er hægt að kalla þann sem trúði... trúð! "Trúðurinn þinn!"

Þetta er án nokkurs efa lélegasta færslan mín hingað til!



Suckin' on the bling bling!

sunnudagur, nóvember 09, 2003

HVER VERÐUR FJÖGURÞÚSUNDASTI GESTURINN?

Verðlaun í boði!



Hérna er ég að fara með verðlaunin til vinningshafans. Hver vill ekki fá bleikan sportbíl og tölvu sem er með hendur og kann að keyra?

VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS!

Svona byrjar Svarta bók: Helvíti var kringla, Kringlan var verslunarmiðstöð. Laugardaginn 8. nóvember fóru tvær ungar hnátur í verslunarleiðangur en það sem þær vissu ekki, var að verslunarmiðstöðin sem þær fóru í var.... VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS! Það er líka ekki furða því að matsalur verstlinga er einnig staðsettur í sama húsi. Telpurnar með þynnkuna, Björk Níelsdóttir og Særún Ósk Pálmadóttir höfðu gengið inní opinn dauðann... án þess að vita af því.

Fyrst lá leið þeirra í Spútnik. Þær sáu pils sem var saumað úr bolum... þá fyrst fengu þær hugmynd um að það var eitthvað mikið að. Þær fóru í Skífuna, heimsveldi Jóns Ólafssonar og gerðu sér glaðan dag. Björk keypti síðbúnar afmælisgjafir handa fjölskyldunni og Særún keypti sér nýja diskinn með The Strokes. Allt var í lagi þangað til að... þroskaheftur strákur réðst að Særúnu og spurði hvort hún ætti diskinn með Sálinni og Sinfó. Hún varð flemdri slegin, hljóp út og týndi Björk en sem betur fer var hún með gemsa og komst að því að Björk var bara hjá 2 fyrir 2200-rekkanum. Þroskahefti strákurinn sást hvergi þannig að þær borguðu og flýttu sér út... en það sem þær vissu ekki, var að þær voru í þann mund að labba uppí opið ginið á Kebab-skrímslinu ógurlega. Þær ákváðu að fá sér snarl í Kebab húsinu. Afgreiðslukonan kom og var greinilega í vandu skapi. Særún pantaði sér ostborgara en Björk átti eitthvað erfitt með að ákveða sig. Konan ákvað þá bara að dæsa og labba í burtu til að sína þeim að hún hataði þær og einnig vinnuna sína. Særún fékk hamborgarann sinn og Björk fékk franskarnar sínar eftir langa bið. Þetta var svo sannarlega AFGREIÐSLUKONA DAUÐANS því að þegar Særún beit í hamborgarann sinn, var hann hrár og einnig franskarnar hennar Bjarkar. Ekki mátti á tæpara standa því að ef þær hefðu borðað mikið meira af þessu sulli, hefðu þær ekki lifað til að segja þessa ótrúlegu lífsreynslusögu sína. Þær hittu síðan klarinettarana Ingimar og Tómas en þeir voru með nammi. Á meðan þau töluðu saman á fyrstu hæðinni gerðist hreint út sagt magnaður hlutur... það rigndi eina-krónum! Tvisvar sinnum var eina-krónu hent í þau en sem betur fer fékk enginn krónu í sig. Ef þau hefðu verið fyrir neðan Eiffel-turninn og fengið eina krónu í hausinn... hefði krónan drepið þau! Í skelfingu sinni hlupu þau út og fóru heim. Hjúkket! Þau sluppu út úr helvíti!



Þetta er Lúsífer... enda er hann í píkupoppshljómsveitinni Westlife

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

FYRIRSÖGNIN!

Ég var að vafra á veraldarvefnum í gær og þegar ég rakst á eina fyrirsögn á mbl.is, þá hélt ég að augun myndu hreinlega detta úr mér:

Berjast fyrir lokun Thulestöðvarinnar

Og ég hugsaði.... hvaða vondu manneskjur vilja láta loka verksmiðjunni sem framleiðir besta bjór í heimi?
Svo ákvað ég nú að kynna mér þetta betur og skrollaði niður. Þá var ekki verið að tala um bjórinn Thule, heldur herstöðina Thule á Grænlandi! Það er víst verið að reka fólk frá heimkynum sínum af því að Kanarnir vilja það af einhverjum ástæðum. Ahhh... sem betur fer!

Ég sé núna hvað áfengisneysla mín er á háu stigi og það er frekar slæmt :s