ÞAÐ SEM FYNDIÐ ER...
... að klæða gæludýrið sitt í föt. Ég geri nú ekki mikið af því heldur aðallega hún móðir mín. Í gær klæddi hún hundinn okkar í fyrstu barnaskóna mína. Hann passaði þrusuvel í þá en við fyrsta tækifærð sparkaði hann þeim bara í mömmu... gott hjá honum! Það á ekki að koma svona fram við dýr... þótt að það sé ekkert smá fyndið!!
... nýja gælunafnið hans Jónsa í Svörtum fötum: Jónsi í Vitlausu gati! Pabbi heyrði þetta víst í vinnunni sinni. Æi þetta er kannski ekkert fyndið... Maður á ekki að gera grín að kynhneigð fólks.
... nafnið á sögubókinni minni: Samband við miðaldir. Hver veit... kannski heitir einhver Miðaldir og á í sambandið við einhverja! Og ég held að hann myndi ekki vilja að allir vissu það með því að setja það framan á framhaldsskóla-sögubók! Ónei!
... að ef að einhver nær að plata einhvern annan og segir svona: "Haha, þú trúðir mér!" Þá er hægt að kalla þann sem trúði... trúð! "Trúðurinn þinn!"
Þetta er án nokkurs efa lélegasta færslan mín hingað til!
Suckin' on the bling bling!
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli