HINN EINI SANNI MIÐVIKUDAGUR!
Og hann hlýtur miðvikudagurinn í dag! Já þetta hefur verið viðburðarríkur miððvikudagur get ég svo sannarlega sagt ykkur með kökkinn í hálsinum. (í þessu tilfelli er kökkurinn á stærð við billjardkúlu og fer sífellt stækkandi... ekki spyrja af hverju!) Ég fór í skólann í morgun eftir 3ja daga veikindi, fékk að vita úr líffræðiprófinu mínu og einkunnina get ég talið á annarri hendi. Og getiði nú!!
Svo var spurningakeppni í MR. Núna er ég miklu gáfaðari en ég var í gær af því að ég fékk að vita að Þykkvabæjarsnakk er selt í 90 gramma umbúðum OG 140 gramma umbúðum. Svo er Borgarfjörður líka afar skeljóttur og Jóhanna af Örk er frönsk og barðist í Hundrað-ára-stríðinu. Og geri aðrir betur!!! Ég komst líka að því að spurningakeppnin heitir ekki Rataröskur eins og ég hélt, (Særún silly Billy! Radarar geta ekki öskrað!!) heldur Ratatoskur í höfuðið á einhverjum íkorna sem átti í ástarsambandi við Yggidrasl. Oj, dýrasifjaspjöll! 4.B. tapaði en við megum eiga það að við vorum helvíti góð í hraðaspurningunum!! Gengur bara betur næst.
Svo fór ég í bíó á Finding Nemo með MR. Þetta er frábær mynd en ég var að skíta á mig á köflum. Nei ég var ekki að kúka á kaflana í bókinni minni, heldur var þetta bara svo spennandi mynd. Mæli eindregið með henni! Og núna sit ég við tölvuna og reyni að blogga. Þá legg ég atherslu á REYNI... því að það er einfaldlega ekki að virka. Þetta er einhvern veginn ekki eins og þegar ég byrjaði fyrst á þessu "dópi"... ég hef ekkert að tala um núna. Ég hef því ákveðið að taka mér smá hlé á þessu, fylla upp í gatasigtið og koma svo sprellfjörug til baka! Mér líst vel á það! Kem kannski með eina góða færslu áður en ég legg skóna á hilluna... í smástund.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli