mánudagur, desember 03, 2007

Flöðeskúmm

Þá vippar maður sér aftur af landi brott á miðvikudaginn. Eftir þrjú eflaust yndisleg flug ættum við að lenda í Guadalajara sem er í Mexíkó. Eins gott að það sé eitthvað heitara þar en hér. Vonandi um nokkrar gráður, ég bið ekki um meira. Svo bara LA og Vegas. Í LA ætla ég að gerast svo djörf og kaupa mér rafmagnsbassa og eyða jólafríinu í almennt strengjafikt og hljóðmengun. Maður heyrir það svona út undan sér að ekkert sé heitara en stelpa sem spilar á bassa. Dæmi hver um sig.

Svo mæli ég með því að fólk kaupi lottó.

Læt heyra í mér þegar út ég kem en á meðan skuluð þið gera eins og ég og Oddný, tannhirðunnar vegna:


Og ekki reyna að rífa bilaðan klósettpappírskassa af veggnum. Það er ekkert sérstaklega þægilegt.



Hér má sjá myndbandsklippu sem einn dúddi í Spank Rock tók á meðan við dilluðum okkur við Declare Independence í Brasilíu. Svona upp á stemmarann:



Svo á örið mitt á hnénu eins árs afmæli í dag. Vúhú.
Núna er ég hætt.
S.

Engin ummæli: