Sombrero
Núna er ég víst að slaka í Mexíkó í steikjandi hita. Þýðir ekkert annað í desember. Ferðin byrjaði vel. Lítill krakki ældi bláu og grænu í innritunarröðinni á Leifsstöð og lyktin var yfirþyrmandi. Jæja, flugum til Boston og gistum þar í eina nótt og svo til Atlanta daginn eftir og þaðan til Guadalajara. Flugþreytan í hámarki. Í fyrradag fórum við í hljóðprufu á festivalinu sem við spiluðum á í gær og tók aðeins 2 tíma að komast á staðinn. Keyrðum niður gil og upp aftur. Svaka flott útsýni og fullt af flækingshundum, -hvolpum og -beljum á veginum til að skoða á meðan. Eins gott að sumir eru með hundaæðissprautu! Tónleikarnir voru svo í gær sem voru svona svakalega hressir. Peyjarnir í RATATAT hituðu liðið upp og þá kom röðin að okkur. Hún Harpa átti svo afmæli í gær og sungu Mexíkanarnir fyrir hana. Mússímússí. Eftirpartíið var morandi í Íslendingum þannig að auðvitað var Hemmi Gunn settur á fullt blast. Ferðin til baka var afar skrautleg en það þýðir ekkert annað þegar Rodie Wine Club er með í för. Ekki allir sem fá að skrá sig í þann klúbb skal ég ykkur segja. Dagurinn í dag er óráðinn en á morgun fluffumst við til Los Angeles og beint að versla bassa og aðrar nauðsynjar.
Svo dreymdi mig svakalega góða hugmynd að sjónvarpsþætti í nótt. Hann heitir Iceland’s Next Wonderbrass og er íslenskum brassstelpum hent inn í blokkaríbúð í Breiðholti og í hverri viku fara þær í upptökur, ekki myndatökur og eiga að semja lög fyrir hverja viku. Aðaldramað var svo þegar allar voru að æfa sig í þessari litlu íbúð og jú, þegar stelpur koma saman er ávallt gaman. Munnstykkjastuldur og beyglur á lúðrum hér og þar. Það er greinilegt að ég fer beint upp á Skjá 1 þegar ég kem heim. Sveimérþá.
Ooog nokkrar leiðinlegar myndir:
Þeir hreyfðu sig á ljóshraða. Magnað.
Harpa fína afmælisbarn
Ekki bara apakettir sem klifra í trjám...
Ein góð af tilvonandi hljómsveitarmeðlimum í drum'n'bass hljómveitinni
Lifið heil
sunnudagur, desember 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli