laugardagur, desember 01, 2007

Júgur

Í gær lá ég á maganum í rúminu mínu, andvaka eins og alltaf. Hafði ekkert annað að gera en að pæla í því af hverju mér var ekki illt í brjóstunum á því að liggja á þeim og kremja í öreindir. Jú það er út af því að þau eru svo lítil. Flest allar konur með lítil brjóst bölva daginn út og inn yfir því hvað þær séu smábrjósta og ætla sko að setja jólabónusinn í sílíkonaðgerðasjóðinn sinn. Ekki ég því ég fagna litlum brjóstum og sé kostina í staðinn fyrir gallana. Sko:

1. Þú getur legið á maganum án þess að finna fyrir brjóstaóþægindum. Bara forréttindi.

2. Þú getur verið í gymminu að hamast og þarft varla að vera í íþróttabrjóstahaldara. Svo eru þeir líka svo dýrir.

3. Þú getur eiginlega alltaf fengið brjóstarhaldara í þinni stærð. Margar búðir eru meira að segja með AA sem er bara snilld.

4. Þú getur verið nokkuð viss um að karlmaður sem reynir við þig, lítur fyrst á barminn þinn, sér smæð hans og fer síðan, er ekki þess verðugur. Hann hugsar nefnilega með typpinu.

5. Þú sprengir ekki alla bolina þína með brjóstunum. Þið fattið.

Þegar hér er komið við sögu náði ég ekki pæla meira í þessu því ég var steinsofnuð. Endalaust hægt að pæla í þessu en það er ekki alveg minn tebolli. Nú líður mér kjánalega. Ég var líka að klára seríu af geimnördaþáttum.


Varð að setja einhverja mynd með en fannst heldur óviðeigandi að setja mynd af bobbingum. Í staðinn er hér fyrirtækjakort af Silicon Valley.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

btw þá held ég að stelpur séu í meira mæli að sættast við litlu brjóstin sín :D allavega ég, þú og svaný erum mjög hamingjusamar með okkar litlu :D og svo heyrir maður fleiri og fleiri taka undir þetta :D

LÍTIL BRJÓST ERU BEST !!!!!!!! :D .. kallinn minn er líka sáttur híhí ;)

Nafnlaus sagði...

já og þetta var ég - hann tryggur vinur þinn ;)

Erla sagði...

Já spurning hvort við fáum hótel her bergi með mynd af bobbingum og lærum í LA! Ég slapp við það seinast en það voru víst ekki allir svo heppnir.

Vala sagði...

hehe góð ;) ég gæti nefninlega nefnt marga ókosti við að hafa brjóst í stærri kantinu, ekki fæ ég að liggja á maganum í tölvunni! en takk fyrir seinast, það var mjög gaman, ég er samt forvitin hvernig restin af kvöldinu fór fyrir þér.. :) heyrumst bráðum!