laugardagur, júlí 14, 2007

Vamos a la playa

Eftir stutt og boríng stopp í Frans var haldið til Bilbao á Spánalandi. Áður en þangað var haldið fórum við nú í víntúr í Margaux héraðinu. Fengum að skoða allt klabbið, vínkjallarana og svona og að lokum fengum við að smakka 2001 árganginn sem var nú bara helvíti góður. Hérna koma svo nokkrar myndir frá túrnum:


Það væri nú gaman að hlaupa yfir þetta...


Hvað þá þetta


Þarna eru gömul vín geymd. Minnir meira á eitthvað svona sjóræningaeitthvað.


Maður má láta sig dreyma. Ha.

Bilbao er sjarmerandi borg. Hótelið var staðsett fyrir framan hið margrómaða Guggenheim safn en þar fyrir framan spiluðum við í gær. Ég og Vallarinn ætluðum svo að þvo skítugu fötin okkar en drösluðumst með fötin yfir hálfa borgina í leit að þvottahúsi. Leitin bar engan árangur þannig að við fórum bara að versla í staðinn. Haha. Ég keypti mér svo nýja skó sem ég skellti mér í þegar í matarleit var haldið. Setti á mig second skin til að vera seif. Eftir hálftímalabb var þetta orðið eitthvað óþægilegt og viti menn. Ég var komin með feitt blæðandi sár í gegnum second skin-ið! Allt er greinilega hægt. Erla var þá svo yndisleg að hoppa fyrir mig í næstu búð og kaupa opna skó fyrir mig þannig að það reddaðist. Leituðum af æti lengi lengi enda eru Spánverjar ekkert að flýta sér að borða kvöldmat og hafa opið á veitingastöðum. Bara svona um 9 leytið. Jájá.
Morguninn eftir fórum ég og Brynja í sólbað á svölunum á efstu hæðinni. Ég meikaði nú ekki meira en 2 tíma en fékk þetta hrikalega flotta júllufar í staðinn. Tónleikarnir heppnuðust ágætlega enda voru áhorfendur í essinu sínu. Sungu með eins og ég veit ekki hvað. Þeir tóku greinilega góða síestu á þetta til að safna kröftum fyrir kvöldið. Eftirpartíið var líka hrikalega skemmtilegt. Ég opnaði Hárgreiðslustofu Særúnar og fléttaði eins og ég ætti lífið að leysa.


Guggenheim séð frá hótelinu


Þessi flamengódansari hitaði upp fyrir okkur. Svo var þetta bara einhver 17 ára pjatti. Jidúddamía.


Ragga tók Snoop Dogg-greiðsluna á þetta


Þetta listaverk á auðvitað bara heima á Guggenheim


Harpa var svo sniðug, fann þennan langa auglýsingaborða...


...sem endaði þarna

Svo kom í kallkerfinu á bílastæðinu eitthvað: "blablablabla coche blablabla por favor" en við löbbuðum bara í burtu. Svo kom strax aftur það sama nema bara með reiðari rödd. Greinilega bíll konunnar í kallkerfinu. Haha.

En núna er ég í Madrid og spila á konsert í Segoviu á morgun og svo aftur í Madrid og verða tónleikarnir haldnir á nautaatsvelli. Það verður spes. Svo kem ég heim eftir 12 daga. Jei.

Ble á meðan,
Særún

1 ummæli:

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Djölli hvað var Harpa fönní.