Olé!
Þá er Spánarævintýrið á enda. Dvölin í Madrid væri heit en góð. Giggið í krúttbænum Segovia var stuðgigg þrátt fyrir að aðeins 1200 manns hafi verið á staðnum. AÐEINS! Höll varð fyrir valinu sem tónleikastaður sem var ekki verra. Það var samt frekar óþægilegt í sándtékkinu þegar túristarnir gátu bara hlustað og tekið myndir eins og já túristum einum sæmir. Fann meira að segja myndband á youtube af Björk að klifra yfir öryggisgrindverk fyrir framan sviðið. Fáið ykkur líf í guðanna bænum.
Daginn eftir fórum við nokkrar skutlur í vatnsrennibrautagarð fyrir utan Madrid og var heldur betur misst sig í tækjunum. Ég breyttist í barn í nokkra tíma og sé ekkert eftir því. Svo lá ég eiginlega bara í leti þangað til í gær þegar maður þurfti að dröslast af rassgatinu og vinna fyrir laununum sínum. Ooooo! Nei djóhóhók. Plaza de los Toros var næsti viðkomustaður en fyrir óspænskumælandi fólk þýðir það Torg nautanna. Já við vorum mætt að aðalnautaatsvöll Madridbúa. Hlandlykt mætti mér þegar inn var komið enda eru dýrin örugglega ekkert að pæla í því hvar þau losa vatn. Leikvangurinn var hinn glæsilegasti. Sound checkið var hið heitasta enda fór hitinn mest upp í 45 gráður takk fyrir. Hljóðfærin við það að sjóða aftur yfir í málminn sem hann var búinn til úr og já við líka. Enda er maður búinn til úr stáli. Stemmarinn á tónleikunum var svakalegur og allir í essinu sínu. Krádið fær allavega 10 stig frá mér. Síðan voru danssporin tekin í görn og bjuggum við til nokkur ný á staðnum. Gerir lífið skemmtilegra.
Núna er ég svo í Marseille í Suður-Frakklandi. Miðjarðarhafið bara fyrir framan hótelið en í nótt brummum við beinustu til Ítalíu og spilum þar á laugardaginn. Það er spáð sól á morgun þar í landi þannig að þá vitið þið hvar ég verð... úti í sundlaug. Auvitað. En svo kem ég heim eftir slétta viku já!
Ég er mjög myndalöt þessa dagana. En hérna er eitthvað:
Hallargarðurinn í Segoviu er ekkert slor með hor
Valdís gerir sig tilbúna fyrir blóðugan bardaga við El Toro
Gott íessu!
Sóley kom í heimsókn til okkar. Hafnarfjörður leynist víða.
Einhver tussubeygla að þykjast vera eitthvað
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
yndislegt hvað þið eruð alltaf spenntilega málaðar hahahah ;)
bara vika - ÚJEBEIBÍ !!!! :* hang in there :D djö væri samt næs að vera að krúsa um spán, frakkland og ítalíu - úffsídúff !
luuuuuuv :*
Hæ Særún hunter!Rosalega er alltaf gaman hjá þér! Öfunda þig þvílíkt að vera í sólinni!;) Hlakka mikið til að sjá þig þegar þú kemur heim.Hvað verðurðu aftur lengi??? p.s. stóð við loforðið mitt og bloggaði.
kveðja
Móa
styttist í að þú komir..jeij!!
Skrifa ummæli