mánudagur, júlí 09, 2007

I Am Sterdam

Jæja, þá er langt síðan ég bloggaði síðast. Hef bara ekki haft tíma til þess. Skemmti mér konunglega í Köben og ekki minna á Hróanum í allri drullunni og rigningunni. Ég hefði samt ekki alveg verið til í að gista í tjaldi eins og allir hinir á hátíðinni. Mestalagi eina nótt. En eftir sjóvið brummuðum við til Amsterdam sem tók sinn tíma að komast til. Þrjár af okkur voru alveg á nálum allan tímann því þeirra biðu kærastar sem komu allir með sama fluginu. En því fylgdi að við þurftum að vera fjórar í einu herbergi sem var á stærð við frímerki. Kannski tvö frímerki. Um kvöldið skunduðum við nokkur á krúttlegan bar nálægt hótelinu og drukkum ófátt ölið. Nóttin leið hægt enda vorum við fjórar í einu rúmi ef einhver skyldi hafa gleymt því. Það var því ekki sofið.

Um morguninn var stutt æfing og síðan ætisleit. Bergrún, Harpa og ég fórum svo í Rauða hverfið svokallaða og voru fáklæddar dömur í gluggum út um allt. Þær eru greinilega ekki spéhræddar þar í borg. Haha. Og verslað. Hvað annað? Um kvöldið var það aftur barinn góði en í þetta skiptið vorum við heldur fleiri. Um nóttina ætlaði ég svo að fá að gista með Hörpu og Bergrúnu í herbergi en þegar ég kom til þeirra þá svaraði enginn. Mín var því heldur betur pirrípú, kom aftur niður í herbergi og lagðist á gólfið og ætlaði að sofa þar. Stelpurnar héldu nú ekki en þrjóskan mín er mikil og haggaðist ég ekki. Svaf bara í öllum fötunum og hafði bara peysu undir hausnum. Svo vaknaði ég um morguninn úr skítakulda og var eiginlega bara búin að gleyma af hverju ég svaf á gólfinu. Og yfir morgunbeyglunni hlóum við stelpurnar yfir þessu uppátæki mínu en bakið mitt hló nú aðeins minna. Síðan var það rútan til Westerpark þar sem kvöldspileríið var haldið. Tónleikarnir gengu nú bara nokkuð vel að mínu mati og allir svaka hressir. Enda engin rigning þar á ferð. Eftirpartíið var svo haldið á bát hönnuðarins sem hannaði þessa íðilfögru búninga okkar. Reyndar voru bátarnir tveir, rosa flottir og sigldum við á þeim í gegnum Amsterdam. Stutt stopp var gert á einhverjum hólma og síðan aftur til baka. Fólk var afar hresst enda áfengið flæðandi yfir bakka sína. Um 2 leytið var svo hoppað aftur upp í rútu og nú erum við hér, í einhverju frægu vínhéraði í Frans. Hótelið er svakalega flott, risastór golfvöllur og læti. Var að enda við að mylja úr nokkrum nærbuxum a la mamma því ég hef ekki komist í tæri við þvottavél síðan ég yfirgaf Frónið. Maður verður því bara að redda sér og núna prýðir baðherbergið orugglega 15 blautar nærbuxur. Namminamm. En ef sólin skín á morgun er planið auðvitað að sóla sig í fyrsta skipti á þessu ferðalagi mínu. Rigningin hefur elt okkur allan tímann en núna segi ég bara stopp. Á miðvikudaginn er ferðinni síðan haldið til Bilbao á Spáni en hafið það gott þangað til.

Ég steingleymdi að taka myndir í Kuben en hér koma nokkrar hressar frá Amsterdam. Jess:


Teknópartí á torginu


Bergrún og týpíski Bretinn á krúttbarnum


Vallarinn, 3/4 af Gumma og Harpan


Partípíurnar á partíhólmanum


Jæja...


Fuglar? Neinei...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jójójó !!! ;)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ! Takk fyrir frábaert show á Hróarskeldu!! Thid tókud ykkur svaka vel út :D Eg var alla tónleikana thrátt fyrir rigninguna og skemmti mér konunglega :) Nu er madur bara kominn heim i blíðuna eftir frekar drulluga helgi og eg verd ad segja ad thad er gott ad vera komin heim! Eigðu gódan túr og sjaumst heima :) kv. Gyða

Særún sagði...

Takk takk og velkomin heim ;) Svo kem ég heim eftir 2 vikur. Þá höldum við 6.A djamm

Berrgrún sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Berrgrún sagði...

Æi nú skammast ég mín bara alveg aftur uppá nýtt með herbergja vesenið... ef ég hefði bara sleppt mcdonalds máltíð númer 2, hver veit hvað hefði gerst!! ...dijo Bergrún haha. fyrirgefðu.