mánudagur, júlí 30, 2007

Heim í heiðardallinn

En hvað það er gott að vera komin heim! Ferðalagið heim tók alveg slatta tíma eða heilan sólahring og það var því yndislegt að leggjast í rúmið sitt.

Í Sviss var nú lavað margt skemmtilegt. Til dæmis báðu Arcade Fire-liðar okkur stelpurnar um að spila með sér í Wake Up - síðasta laginu sem þau ætluðu að taka þetta kvöldið. Vissulega gerðum við það, æfðum smá með þeim og dressuðum okkur svo upp. Fórum bara í svarta gallann sem við erum alltaf í undir búningunum okkar og skelltum á okkur gleraugum. Það var svaka stuð að spila með þeim og komst ég allavega í svakalegan gír fyrir okkar gigg. Svo var svakalegt eftirpartí og svo beinustu leið upp í rútu áleiðis til London.

Myndamyndir frá Sviss:


Heitar skvísur í Genf og einhver dónagaur að pissa bak við


Ísóðar


Og partíið byrjaði


Photoshop-hæfileikar mínir eru eins dæmi


Hann var hressari en allt





Smá glitt í mig ef rýnt er vel...

Svo var það ættarmót Balastaðaættar (eitthvað svoleiðis) um helgina og brummuðum ég, mamma og Harpa á Húnvelli á laugardaginn en pabbi fór á annað ættarmót úti í rassbala. Sókri kall fékk ekki að koma með af því að á síðasta ættarmóti þefaði hann af rassi gamallar konu og þá var kvartað. Byrjað var á því að skoðaður var kirkugarður og leiði langalangaömmu og langalangaafa. Allir voru leiðir yfir því. Haha. Þá var miðdegislúrinn tekinn á þetta og síðan kvöldmatur sem var þrusugóður. Síðan voru milljón ættarupptöl og þegar það var loksins búið hélt ég að partíið væri að byrja. En nei, þá fóru bara allir að sofa og ekkert djamm. Ég fór því bara að sofa um miðnætti sem er náttúrulega bara slappt á laugardagskvöldi.

Og hún Harpa elskulega systir mín er 16 ára í dag og var himinlifani yfir svissneska úrinu sem ég gaf henni og var meira að segja keypt í Sviss. Til hamingju með það elsku dúllan mín.

Oooog auðvitað myndir frá apamótinu:


Prins rassaþefaranna tilbúinn í slaginn


Rækjufyrirtæki á Blönduósi. Haha.


Afi og amma komin í partígallann


Mæðgur já


Saga frænka var sæt að vanda

Ble á meðan!

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ííííítalía

Já, netið og ég erum ekki góðir vinir þessa dagana. Það ætti að útskýra bloggleysið. Á Ítalíu var gaman, mikið étið og sundlaugin var besta vinkona mín í hitasukkinu. Samt voru alltaf helvísku geitungarnir að bögga mig á bakkanum. Ojj. Ég fékk samt mjög skemmtilegt samtal kvöldið fyrir tónleikana. Þá var þetta hann Gimmi frændi sem sá frétt um tónleikana í sjónvarpinu og var hann þá ekki bara á Ítalíu líka. Lítill heimur. Þannig að hann og fjórir vinir hans komu á tónleikana sem var gaman. Rakinn var samt alveg að gera út af við mann allan tímann og var yfirliðið ekki langt undan. Eftirpartíið var svo það skemmtilegasta hingað til verð ég að segja. Við fórum í snúsnú með margra kílóa ljósaseríu og urðu eflaust til nokkrir marblettir eftir það.

Þá var brummað til Genfar þar sem ég er núna. Falleg borg með eindæmum en allt frekar dýrt. Úrin ekki langt undan. Mikið og nóg af þeim. Samt vissi ég aldrei hvað klukkan sló. Haha. Svo sko, af því að við erum að spila á festivali í kvöld, þá voru Muse að spila í gærkvöldi og við nokkrar skelltum okkur. Fengum baksviðspassa en vorum svo flippaðar að fara bara beint í krávdið og djamma feitt. Það var svakasvaka gaman. Og núna er ég á festivalinu og spila í kvöld. Arcade Fire (hvað annað?) eru að spila á undan okkur og svo brummum við bara beinustu leið til London í nótt með einu ferjustoppi. Fáum svo að fara í sturtu á flughóteli og ef allt gengur upp verð ég komin á klakann kl. 23:10 á morgun. Ví! Læt bara heyra í mér þegar að því kemur. Ble á meðan!

Nokkrar myndir frá Ítalíunni:


Björk og Sigrún fundu sér eitthvað að gera


Finnið stílbrotið


Frændsystkinin voru hress og sveitt


Það verður auðvitað að ræða málin!


Snúsnú

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Olé!

Þá er Spánarævintýrið á enda. Dvölin í Madrid væri heit en góð. Giggið í krúttbænum Segovia var stuðgigg þrátt fyrir að aðeins 1200 manns hafi verið á staðnum. AÐEINS! Höll varð fyrir valinu sem tónleikastaður sem var ekki verra. Það var samt frekar óþægilegt í sándtékkinu þegar túristarnir gátu bara hlustað og tekið myndir eins og já túristum einum sæmir. Fann meira að segja myndband á youtube af Björk að klifra yfir öryggisgrindverk fyrir framan sviðið. Fáið ykkur líf í guðanna bænum.

Daginn eftir fórum við nokkrar skutlur í vatnsrennibrautagarð fyrir utan Madrid og var heldur betur misst sig í tækjunum. Ég breyttist í barn í nokkra tíma og sé ekkert eftir því. Svo lá ég eiginlega bara í leti þangað til í gær þegar maður þurfti að dröslast af rassgatinu og vinna fyrir laununum sínum. Ooooo! Nei djóhóhók. Plaza de los Toros var næsti viðkomustaður en fyrir óspænskumælandi fólk þýðir það Torg nautanna. Já við vorum mætt að aðalnautaatsvöll Madridbúa. Hlandlykt mætti mér þegar inn var komið enda eru dýrin örugglega ekkert að pæla í því hvar þau losa vatn. Leikvangurinn var hinn glæsilegasti. Sound checkið var hið heitasta enda fór hitinn mest upp í 45 gráður takk fyrir. Hljóðfærin við það að sjóða aftur yfir í málminn sem hann var búinn til úr og já við líka. Enda er maður búinn til úr stáli. Stemmarinn á tónleikunum var svakalegur og allir í essinu sínu. Krádið fær allavega 10 stig frá mér. Síðan voru danssporin tekin í görn og bjuggum við til nokkur ný á staðnum. Gerir lífið skemmtilegra.

Núna er ég svo í Marseille í Suður-Frakklandi. Miðjarðarhafið bara fyrir framan hótelið en í nótt brummum við beinustu til Ítalíu og spilum þar á laugardaginn. Það er spáð sól á morgun þar í landi þannig að þá vitið þið hvar ég verð... úti í sundlaug. Auvitað. En svo kem ég heim eftir slétta viku já!

Ég er mjög myndalöt þessa dagana. En hérna er eitthvað:


Hallargarðurinn í Segoviu er ekkert slor með hor


Valdís gerir sig tilbúna fyrir blóðugan bardaga við El Toro


Gott íessu!


Sóley kom í heimsókn til okkar. Hafnarfjörður leynist víða.


Einhver tussubeygla að þykjast vera eitthvað

laugardagur, júlí 14, 2007

Vamos a la playa

Eftir stutt og boríng stopp í Frans var haldið til Bilbao á Spánalandi. Áður en þangað var haldið fórum við nú í víntúr í Margaux héraðinu. Fengum að skoða allt klabbið, vínkjallarana og svona og að lokum fengum við að smakka 2001 árganginn sem var nú bara helvíti góður. Hérna koma svo nokkrar myndir frá túrnum:


Það væri nú gaman að hlaupa yfir þetta...


Hvað þá þetta


Þarna eru gömul vín geymd. Minnir meira á eitthvað svona sjóræningaeitthvað.


Maður má láta sig dreyma. Ha.

Bilbao er sjarmerandi borg. Hótelið var staðsett fyrir framan hið margrómaða Guggenheim safn en þar fyrir framan spiluðum við í gær. Ég og Vallarinn ætluðum svo að þvo skítugu fötin okkar en drösluðumst með fötin yfir hálfa borgina í leit að þvottahúsi. Leitin bar engan árangur þannig að við fórum bara að versla í staðinn. Haha. Ég keypti mér svo nýja skó sem ég skellti mér í þegar í matarleit var haldið. Setti á mig second skin til að vera seif. Eftir hálftímalabb var þetta orðið eitthvað óþægilegt og viti menn. Ég var komin með feitt blæðandi sár í gegnum second skin-ið! Allt er greinilega hægt. Erla var þá svo yndisleg að hoppa fyrir mig í næstu búð og kaupa opna skó fyrir mig þannig að það reddaðist. Leituðum af æti lengi lengi enda eru Spánverjar ekkert að flýta sér að borða kvöldmat og hafa opið á veitingastöðum. Bara svona um 9 leytið. Jájá.
Morguninn eftir fórum ég og Brynja í sólbað á svölunum á efstu hæðinni. Ég meikaði nú ekki meira en 2 tíma en fékk þetta hrikalega flotta júllufar í staðinn. Tónleikarnir heppnuðust ágætlega enda voru áhorfendur í essinu sínu. Sungu með eins og ég veit ekki hvað. Þeir tóku greinilega góða síestu á þetta til að safna kröftum fyrir kvöldið. Eftirpartíið var líka hrikalega skemmtilegt. Ég opnaði Hárgreiðslustofu Særúnar og fléttaði eins og ég ætti lífið að leysa.


Guggenheim séð frá hótelinu


Þessi flamengódansari hitaði upp fyrir okkur. Svo var þetta bara einhver 17 ára pjatti. Jidúddamía.


Ragga tók Snoop Dogg-greiðsluna á þetta


Þetta listaverk á auðvitað bara heima á Guggenheim


Harpa var svo sniðug, fann þennan langa auglýsingaborða...


...sem endaði þarna

Svo kom í kallkerfinu á bílastæðinu eitthvað: "blablablabla coche blablabla por favor" en við löbbuðum bara í burtu. Svo kom strax aftur það sama nema bara með reiðari rödd. Greinilega bíll konunnar í kallkerfinu. Haha.

En núna er ég í Madrid og spila á konsert í Segoviu á morgun og svo aftur í Madrid og verða tónleikarnir haldnir á nautaatsvelli. Það verður spes. Svo kem ég heim eftir 12 daga. Jei.

Ble á meðan,
Særún

mánudagur, júlí 09, 2007

I Am Sterdam

Jæja, þá er langt síðan ég bloggaði síðast. Hef bara ekki haft tíma til þess. Skemmti mér konunglega í Köben og ekki minna á Hróanum í allri drullunni og rigningunni. Ég hefði samt ekki alveg verið til í að gista í tjaldi eins og allir hinir á hátíðinni. Mestalagi eina nótt. En eftir sjóvið brummuðum við til Amsterdam sem tók sinn tíma að komast til. Þrjár af okkur voru alveg á nálum allan tímann því þeirra biðu kærastar sem komu allir með sama fluginu. En því fylgdi að við þurftum að vera fjórar í einu herbergi sem var á stærð við frímerki. Kannski tvö frímerki. Um kvöldið skunduðum við nokkur á krúttlegan bar nálægt hótelinu og drukkum ófátt ölið. Nóttin leið hægt enda vorum við fjórar í einu rúmi ef einhver skyldi hafa gleymt því. Það var því ekki sofið.

Um morguninn var stutt æfing og síðan ætisleit. Bergrún, Harpa og ég fórum svo í Rauða hverfið svokallaða og voru fáklæddar dömur í gluggum út um allt. Þær eru greinilega ekki spéhræddar þar í borg. Haha. Og verslað. Hvað annað? Um kvöldið var það aftur barinn góði en í þetta skiptið vorum við heldur fleiri. Um nóttina ætlaði ég svo að fá að gista með Hörpu og Bergrúnu í herbergi en þegar ég kom til þeirra þá svaraði enginn. Mín var því heldur betur pirrípú, kom aftur niður í herbergi og lagðist á gólfið og ætlaði að sofa þar. Stelpurnar héldu nú ekki en þrjóskan mín er mikil og haggaðist ég ekki. Svaf bara í öllum fötunum og hafði bara peysu undir hausnum. Svo vaknaði ég um morguninn úr skítakulda og var eiginlega bara búin að gleyma af hverju ég svaf á gólfinu. Og yfir morgunbeyglunni hlóum við stelpurnar yfir þessu uppátæki mínu en bakið mitt hló nú aðeins minna. Síðan var það rútan til Westerpark þar sem kvöldspileríið var haldið. Tónleikarnir gengu nú bara nokkuð vel að mínu mati og allir svaka hressir. Enda engin rigning þar á ferð. Eftirpartíið var svo haldið á bát hönnuðarins sem hannaði þessa íðilfögru búninga okkar. Reyndar voru bátarnir tveir, rosa flottir og sigldum við á þeim í gegnum Amsterdam. Stutt stopp var gert á einhverjum hólma og síðan aftur til baka. Fólk var afar hresst enda áfengið flæðandi yfir bakka sína. Um 2 leytið var svo hoppað aftur upp í rútu og nú erum við hér, í einhverju frægu vínhéraði í Frans. Hótelið er svakalega flott, risastór golfvöllur og læti. Var að enda við að mylja úr nokkrum nærbuxum a la mamma því ég hef ekki komist í tæri við þvottavél síðan ég yfirgaf Frónið. Maður verður því bara að redda sér og núna prýðir baðherbergið orugglega 15 blautar nærbuxur. Namminamm. En ef sólin skín á morgun er planið auðvitað að sóla sig í fyrsta skipti á þessu ferðalagi mínu. Rigningin hefur elt okkur allan tímann en núna segi ég bara stopp. Á miðvikudaginn er ferðinni síðan haldið til Bilbao á Spáni en hafið það gott þangað til.

Ég steingleymdi að taka myndir í Kuben en hér koma nokkrar hressar frá Amsterdam. Jess:


Teknópartí á torginu


Bergrún og týpíski Bretinn á krúttbarnum


Vallarinn, 3/4 af Gumma og Harpan


Partípíurnar á partíhólmanum


Jæja...


Fuglar? Neinei...

mánudagur, júlí 02, 2007

Polski prins polo!

Pólland er það heillin. En fyrst var það Berlín þar sem við stelpurnar og Chris túristuðumst eins og veitleysingar út um allar trissur. Fyrst Brandenburg Tor (maður kann þetta frá því í Þýska fyrir þig 2) og þaðan löbbuðum við að safni sem kallast Checkpoint Charlie. Á því safni gat maður séð allskonar dót sem tengdist Berlínarmúrnum og sá fullt af leiðum sem fólkið notaði til að flýja yfir múrinn eða koma ættingjum sínum yfir. Svakalegt alveg. Þá var það minnisvarðinn um gyðingahelförina, margir gráir steinklumpar sem mynduðu nokkurs konar völundarhús. Um kvöldið brummuðum við svo yfir til Póllands á eðalvegunum í því landi. En fyrst var það passatékk og komu tveir pólskir herramenn í rútuna okkar og margir hverjir gátu ekki hætt að flissa.

En núna er ég í Póllandi og er það allt annað en ég hélt. En við erum örugglega í "góða hlutanum". Öryggisgæslan er svakaleg en voru svona 10 öryggisverðir á hótelinu allan sólahringinn. Skellti mér í vax á hótelinu fyrir aðeins 1000 kall. Ekki það þægilegasta en maður má nú ekki vera loðnari en allt sem loðið er. Svo var það bara skylda að kaupa Prins Póló enda var það það eina sem búðarfólkið skyldi. Ég keypti eitt sem eg ætla að koma með heim í heilu lagi handa pabba. Haha.

Í gær var það svo Heineken festivalið og jú það var lögreglufylgd og læti. Það mátti til dæmis enginn bíll keyra við hliðina á bílnum okkar og þá var bara einn bíll sem sá um það að keyra á hinum vegarhelmingnum rétt fyrir aftan okkur. En þetta er víst nauðsynlegt í svona löndum. Bloc party spilaði á undan okkur og svo við. Pólsku áhangendurnir voru í svakalegu stuði og verður nú að segjast að þetta var besta krádið hingað til. Það er bara allt annað að spila fyrir dansglatt fólk sem kann að hreyfa sig. En það var ekkert voðalega þægilegt að þurfa að horfa á fólkið sem var verið að lyfta yfir hliðið og einn fór meira að segja út á börum. Svo var LCD Soundsystem á eftir okkur í svakalegu stuði. Eftirpartíið var líka stuðpartí heldur betur.

Í dag var svo sofið út og skellt sér í morgunmat/hádegismat. Snilld dagsins var svo að við Erla og Valdís uppgötvuðum hjól sem hópurinn má nota. Þau eru bara í poka og hægt að leggja saman. Algjör snilld. Við tókum smá túr á hjólunum, fórum á ströndina, í bæinn og svo aftur heim í góða veðrinu. Fórum svo út að borða og náði ég örugglega að móðga einn pólskan þjón með mínum stóra munni. En voðalega litlar líkur á að ég hitti kauða aftur. Ferðinni er svo heitið til Köben í nótt og þurfum víst að taka smá ferju í fyrramálið. Og jú, hér eru myndir fyrir myndaglatt fólk:


Völundarhúsið alræma


Pólski slippurinn er flottur!


Brynja alltaf að grína


LCD að spila Daft Punk er að spila í húsinu mínu


Hoppað yfir túbukassann. Skemmtilegur leikur.


Spot the book!