föstudagur, júní 09, 2006

Úff!

Júlí verður næturvaktamánuðurinn mikli. Frá 3.-22. júlí verð ég á 11 næturvöktum en einni dagvakt. En hvað þýðir það? Jú peningar peningar og aftur peningar.

Síðastliðnir dagar hafa einkennst af tónleikum, námskeiðum, vinnu og trúnó. Fór á námskeið tengt vinnunni strax eftir næturvakt og var alltaf að dotta. Sat fremst þannig að allir sáu alltaf þegar ég hlammaðist niður á borðið. Ég man líka takmarkað hvað var sagt eða gert á námskeiðinu. Man bara að ég setti Björk í læsta hliðarlegu og tók hana í Heimlich. Svo verð ég að vinna eins og coco loco maniac næstu daga og mánuði en það verður bara fínt held ég. Á miðvikudaginn fórum við Erla svo á tónleika á Gamla bókó og til að byrja með löbbuðum við inn á eitthvað öskur og við komu okkar hækkaði meðalaldur tónleikagesta um svona 4 ár. Við flúðum á kaffihús en komum aftur og þá var þetta nú að skána. Í gær fór ég svo á Prince Tribute tónleika með Jóa og ji minn eini, maðurinn var í tiger-skyrtu með fjaðrir um hálsinn og falskari en allt sem falskt er. Svo var hann með konu að dansa við hliðina á sér og hún skipti um föt á svona 5 mínútna fresti. Ég hef fundið Wonderwoman!

Það halda rosalega margir að ég sé mjög bitur kona. Svo er ekki. Bara til að leiðrétta allan misskilning sjáið þið. Ég kveð á þessum fallega föstudegi sem mun einkennast af vinnu það sem eftir er.


Ekki furða að skammstöfunin mín er PÓS aftur á bak

Engin ummæli: