"Ég er ekki tilbúinn í samband"
Þessi orð fæ ég að heyra/lesa að minnsta kosti einu sinni á ári og get ég nú krotað yfir árið 2006. Já mér var dömpað. Á MSN. Einu sinni var það nú í sms-i. Svo var ég hálf-rekin úr vinnu í gegnum síma. Hvað er næst? Hérna koma nokkrar tillögur af uppsagnaraðferðum svo tilvonandi kærastar mínir og fleiri geta notfært sér því gamla góða face-to-face-aðferðin er greinilega ekki vinsæl þessa dagana:
- tölvupóstur
- keðjubréf
- komment á myspace
- málsháttur í páskaeggi
- í Velvakanda í Mogganum
- senda besta vin sinn
- senda mömmu
- með bréfdúfu
- skrifa uppsögnina á prumpublöðru og skilja hana eftir í rúminu mínu.
- leigja flugvél og skrifa “Særún, þér er hér með sagt upp. Kv. Jón” á svona borða og fljúga yfir hverfið mitt í svona klukkutíma svo örugglega allir sjái.
- panta pizzu handa mér og stafa uppsögnina með hakkkurli eða lauk. Eða mygluosti til að vera virkilega andstyggilegur.
- senda trúð heim til mín sem syngur uppsögnina og spyr svo í lokinn hvort ég vilji ekki taka “einn stuttan”
- fá afa á Stöð 2 til að syngja morgunsönginn fyrir mig með endalínunni: “Þér er dömpað, þér er dömpað, viltu hoppa þitt rassgat í!”
Ég er búin að missa mikið þessa vikuna. Besta vin minn, eitt stykki kærasta og vinkonur til Köben. Svo missti ég pizzusneið ofan á mig í gær með sósusulli og tilheyrandi. Svona er þetta bara og ég má alveg vera væmin. Teiknaði svo mynd af fyrrverandi í paint í gær. Setti á hann grænt hár, fjólublá augnhár, varalit og eyrnalokka. Er ekki frá því að ég mér leið betur eftir það. Mun betra en að grenja úr sér augun, eyða heilum klósettrúllunum í horsnýtingar eða kasta brothættum hlutum. Mæli með þessu. Mæli einnig með því að láta það vera að byrja með besta vini þínum jafnvel þótt þú sért að springa af hrifningu. Það fjarar út á endanum. Segjum það bara. Og núna er bara um að gera að eyða öllum sms-um frá honum, eyða öllum lögum sem hann sendi mér af playlistanum, hætta að borða Kellogs Special K því hann kynnti mig fyrir því morgunkorni og hætta að horfa á Boston Legal. Allavega til að byrja með. En ekki hafa áhuggjur af mér gott fólk. Ég spjara mig enda er ég sérfræðingur þegar kemur að þessum málum. Ég er mun sjóaðari en Kalli Bjarni ;)
mánudagur, júní 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli