Sumir
geta bara verið svo miklir fávitar stundum. Eða bara alltaf. Meira að segja þegar það sefur. Mumlar eitthvað sem gerir það af hálfvitum. Hrýtur eins og fáviti. En ég get alveg líka verið fáviti. Allir eiga sína slæmu fávitadaga. Ég er búin að vera fáviti núna í nokkra daga. Var að fatta í dag að ég týndi greiðslukortinu mínu síðasta fimmtudag. Fékk mitt algenga panikkast og leitaði til að byrja með út um allt hús. Fattaði svo að ég hafði pottþétt týnt því á tónleikum um daginn. Fór þangað og þá var kortið bara þar, allt útatað í einhverju gumsi. Set það bara í þvottavélina. Foreldrar voru ekki sáttir, skilja ekkert í því hvernig ég get verið svona kærulaus, það er svona mikill fáviti. En vonandi verð ég ekki svona mikill fáviti næsta föstudag því þá er úrslitakeppnin í Sólbjarti. 6.A vs. 6.Y. Allir fávitar að mæta á stað sem er mér ókunnur. Veit einhver? Umræðuefnið mun vera "Eru þessar Íslendingasögur bara eitthvað sjitt?" 6.A á móti enda meikar það bara sens. Ég er búin að búa til allsvakalega liðstjóraræðu í hausnum og á ég núna bara eftir að rita hana á blað. Jæja ég ætla að enda þessa fávitafærslu mína. Er víst að fara að læra kúrekalag og kannski dansinn við. Ógeðslega get ég verið mikill fáviti!
þriðjudagur, júní 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli