Mig dreymir
fáránlega drauma. Nóttina fyrir kvikmyndafræðiprófið mitt dreymdi mig nú súrasta draum hingað til. Hann var í svart/hvítu og var alveg eins og hljóðlaus Chaplin mynd. Ég var að keyra á eldgömlum bíl og allt í einu skoppar bolti út á götu og garnhnykill á eftir. Ég stoppa og set upp þennan þvílíka furðusvip. Þá birtist texti: Á eftir bolta kemur garn. Væri örugglega góð umferðarauglýsing en MJÖG súr.
Jæja þá á maður bara kæró en enga vinnu. 1-0 fyrir Særúnu. Ahaha!
laugardagur, apríl 29, 2006
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Lon og don, sí og æ
Í London er Paddington besta bangsaskinn dýrkaður og dáður. Ég bíð eftir því að Solla Stirða verði fjallkonan á 17. júní og stytta verði reist á Lækjartorgi til heiðurs Íþróttaálfinum. Nenni níski verður gerður að bankastjóra og Siggi sæti tekur yfir Bónus. Já það væru góðir dagar í Lötuvík.
Mamma keypti handa mér gjafir í London. Ber þá helst að sýna
skó sem hún hélt að væru bara með einhverju laufblaði. Ég hélt að hún ætlaði að snúa við til London er hún fattaði hvað hið rétta laufblað var. Ég get þá kennt henni um ef ég gerist hasshaus, með laufblaðið við fætur mér alla daga.
Næsta gjöf var smokkur frá London. Kallaði hún þetta "Víti til varnaðar". En á honum stendur: Souvenir Condom. I (hjarta) London. Been there... seen it... done it! Neðst stóð svo með litlum stöfum: Not for use - novelty only. Ef ég hefði nú farið eftir bón móður minnar og notað smokkinn sem er ekki til að nota, hefði ég orðið ólétt í einhverri hassvímunni. Ég gæti því kennt móður minni um óskilgetið barn mitt eignist ég það. Það barn verður skírt Paddington eða Heathrow.
Eigið þið bleikt Snúbbí body lotion (get ekki sagt lotion) með Apple Heart lykt?
Hélt ekki.
Birt af Særún kl. 19:37 0 tuðituðituð
sunnudagur, apríl 23, 2006
Þetta er ekki rétti tíminn fyrir rómans
og í tilefni af því kemur uppáhaldslagið mitt þessa dagana sem fær mig til að hugsa mig um tvisvar áður en ég úthýsi rómansnum:
Fagra litla diskó dís með Lónlí Blú Bojs
Fagra litla diskó dís
Fagra litla diskó dís
Fagra litla diskó, fagra litla diskó
Fagra litla fagra litla fagra litla diskó dís
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa (Fagra litla fagra litla diskó dís)
Ó litla diskó dís, dansaðu kát og gleið
Áður en dagur rís, fylgi' ég þér heim á leið
og fer ei frá þér
uns næsti dagur rís.
Fagra litla sæta diskó dís
Ó litla diskó dís, hví færðu gæsahúð
og verður köld sem ís, er sérðu plötusnúð?
Mér líst svo vel á þig
í svona sexí skrúð.
Vávávávaaá
Ég veit hann er frægur
og það er sægur
af sætum stelpum í kringum hann.
En honum er sama
um stelpu eins og þig
því finnst mér að þú ættir helst að hugsa bara um mig! (falsetta)
Ó litla diskó dís, dansaðu kát og gleið
Áður en dagur rís, fylgi' ég þér heim á leið
og fer ei frá þér
uns næsti dagur rís.
Fagra litla diskó dís
Fagra litla diskó dís
Fagra litla diskó, fagra litla diskó
Fagra litla fagra litla fagra litla diskó dís
- Saxasóló -
Ó litla diskó dís, hví færðu gæsahúð
og verður köld sem ís, er sérðu plötusnúð?
Mér líst svo vel á þig
í svona sexí skrúð.
Fagra litla sæta diskó dís
Ó litla diskó dís, dansaðu kát og gleið
Áður en dagur rís, fylgi' ég þér heim á leið
og fer ei frá þér
uns næsti dagur rís.
Ó litla diskó dís
Ó litla diskó dís
Ó litla diskó dís
Ó litla diskó dís
Birt af Særún kl. 11:46 0 tuðituðituð
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Af því
að ég er löt og nenni ekki að gera neitt, ætla ég að vippa inn smásögu sem ég reit í 10. bekk. Fjallar hún um Jónas Hallgrímsson lifði hann í dag.
DAGUR Í LÍFI JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
Góðan og blessaðan daginn, kæra dagbók
Ég vaknaði árla morguns um klukkan tíuhundruð, rakaði skegghýjunginn og komst að því að Venus rakvélar eru með eindæmum betri en Gilette. Muna að kaupa raksápu. Fékk mér sviðakjamma og mysu í árbít og skolaði herlegheitunum niður með lýsisflösku. Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Það er komið gat á ullarsokkinn minn! Hvernig nær maður svitabletti úr skyrtu? Nú væri gott að hafa múttu gömlu sér við hlið, hún kunni ráð við öllum fjandanum. Ætli kúamykja virki? Ég reyni það.
Eftir ferð í fjósið, símaði ég til Konna lagsmanns míns, til að minna hann á kvæðamannafundinn sem var um nónið. Hann þakkaði pent fyrir sig og skellti á. Það er eitthvað uppi á honum böllurinn í dag. Vonandi var hann ekki í miðjum klíðum.
Síðan fór ég til Erps, sonarsonar míns og við kvöddumst á í nokkra stund. Fengum okkur rammíslenskt brennivín, hákarl og nokkra Thule á eftir. Ég lagðist útaf eftir smástund og eftir blundinn fór ég á æfingu með hljómsveitinni minni, ZZZ Íslenskir fjárhundar. Ég sá mér til mikillar undrunar að klukkan var orðin fjórtánhundruð. Skítur! Kvæðamannafundurinn var byrjaður! Ég hljóp eins hratt og ég gat þrátt fyrir slæma mjöðm en þegar ég mætti á staðinn voru allir farnir. Skratti með horn og klaufir! Og næsti fundur er ekki fyrr en eftir mánuð!
Kom við á Kaffi Reykjavík og hitti þar ástina í lífinu mínu, Hafnarfjarðar-Gullí. Við skruppum á salernið, mökuðumst í góða stund og sofnuðum vært. Ég samdi rímu um hana meðan hún svaf sem ég kýs að kalla: “Hvað varð af nærbuxunum?” Þetta var besta ríman mín til þessa.
------
Þarna var ég með hugmyndaflugið í lagi annað en núna.
Ég var að teikna: Jónas á hlið
Birt af Særún kl. 16:39 0 tuðituðituð
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Djöfullinn!
Allir í fjölskyldunni að fara til London eða Noregs á morgun. Ekki ég. Á meðan allir verða í flugvél að borða yndislegan flugvélamat verð ég að svitna yfir söguprófi. Djöfullinn!
Það er víst í tísku að deita einhvern sem er 10 árum yngri en maður sjálfur. Hér með auglýsi ég því eftir einum 9 ára gutta. Má vera að skríða í 10 ára aldurinn.
Ég las og glósaði stanslaust í 7 tíma með aðeins einni lattepásu. Ég er stolt móðir.
Ég fékk póst frá konrektor sem byrjaði svona: "Sæl Særún". Brá ekkert smá. Hann var samt bara að láta mig vita að myndin sem ég ætlaði að senda bekknum mínum var of stór. Skammaðist mín soldið því ég skrifaði bara kjánalega hluti í bréfið.
Birt af Særún kl. 22:36 0 tuðituðituð
sunnudagur, apríl 16, 2006
Hamingjulega páska!
Ég fékk páskaegg. Númer 4 frá Freyju. Ekki Kalla á þakinu-egg heldur Ella eldflugu-egg. Það var falið eins og alla mína páska. Leitin tók laaaangan tíma. Fyrst fann systir mín mitt egg inn í Kirby-ryksugunni niðri í kjallara. Eldgömul suga sem rennilásapoka. Ekkert ryk á egginu samt. Fórum upp og leituðum. Kíkti á heimilisryksuguna og hugsaði: "Nei, þau eru ekki svo uppátækjasöm að hafa ryksuguþema." Sneri mér því að öðrum felustöðum en ekkert fannst. Eftir mikla leit fundum við eggið... í heimilisryksugunni. Þetta var þó skárra en þegar þau földu eggin í óhreinatauinu, undir brauðristarhlífinni, í ruslatunnunni inni á baði og í gömlu stígvéli. Bráðum vex maður upp úr þessu. Verð samt örugglega ekki heima næstu páska þannig að það er ágætt að enda þetta með ryksugufelustað.
Svo verður matarboð og þemað verður "Einhleypingar". Það verður alveg ég, systir mín og tveir bræður hans pabba (einn var að skilja) sem erum einhleyp. Helmingur borðhaldsins. En lítill fugl hvíslaði að mér að ein/n af þessum verður ekki einhleyp/ur svo mikið lengur ;) Segi ekki meira að svo stöddu.
Já verð að segja frá einu. Fór í eitthvað partí á föstudaginn en var dræver sem er ekkert nýtt. Í partíinu voru bara sætar stelpur að deyja úr hor. (alltaf að bora í nefið) Ég lét platast í "ég hef aldrei" og komst að ýmsu um fólk partísins. Ein af stelpunum er að verða 18 ára, byrjaði að sofa hjá þegar hún var 12 eða 13 ára, hefur aldrei stundað kynlíf án þess að fá ekki fullnægingu, meira að segja þegar hún missti meydóminn (þegar hún var þá 12 eða 13 ára!), hefur efast um kynhneigð sína og hefur sofið hjá í annarri heimsálfu. Takk fyrir infóið! En samt ágætis partí :D
Kristín/Kittý/Lafði Kristín/Kristín Guðmunds./Kristín krulla er byrjuð að blogga og fær link að gjöf. Páskaeggin eru því miður búin Kristín mín.
Öppdeit: var að setja inn myndir af páskadeginum, sem sagt deginum í dag. Og segja svo brandara: Hvað gerist þegar að gyðingur með 25 cm bóner hleypur á vegg? - Hann nefbrotnar. Ok kannski er hann ljótur en hann er rosalega í anda þess sem ég er að lesa í sögu.
Birt af Særún kl. 15:00 0 tuðituðituð
föstudagur, apríl 14, 2006
Fyndið...
eiginlega ofboðslega fyndið en ég torgaði heilum ananas í morgunmat á 10 mínútum í gær. Í bitum sko.
Í nótt var hringt í mig kl. 3. Ég svaraði enda var ég ekki sofandi, var í örmum fallegs karlmanns að horfa á Law and Order. Á mig var skellt. Hringdi svo aftur. Þá var þetta einhver gaur (aðrir gaurar með honum) sem var með mig í símanum sínum og þá hét ég Megagella. Þá fórum ég og Oddný einu sinni í partý til vinar þessa gaurs, eiginlega tvisvar því þeir fengu ekki nóg af okkur. Vandræðalegt að ég mundi alveg eftir honum, eiginlega bara vandræðalega mikið en hann mundi ekkert hver ég var. Hann sagði mér að hann var á Spáni í sumar og lenti í úrslitunum í Músíktilraunum. Svo þakkaði ég honum fyrir ánægjulegt spjall. Já og aðalmálið var sko að hann var að bjóða mér í partí heim til sín en vissi ekkert hver ég var. Bara að ég var megagella. Sem er auðvitað satt ef út í það er pælt. Nei hættu nú alveg Særún!
Lítill fugl hvíslaði að mér að Safex smokkar eru bara ekkert svo safe. Rifna bara við minnsta lim/álag. Látið orðið berast!
Þessi virkar ekkert rosalega safe, hvað þá traustvekjandi
Hljómar vel en ég er að pæla í að slaka
Þessi mynd fær titlana 'Ógeðslegasta mynd ársins' og 'Besta mynd ársins' af því að ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna. Erna? Svipurinn hans Huma segir mér samt að ég hafi verið að gera eitthvað alveg út út kú
Birt af Særún kl. 21:51 0 tuðituðituð
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Ég hef risið úr volæði, hita og hori!
Ég vil svo læra sögu en það er bara svo erfitt. Saga - aga. Já mig vantar allan aga. Get ég keypt aga út í búð eða þarf ég að skafa hann af gólfinu á einhverri leikskólastofnun? Get ég kannski ræktað aga í blómapotti líkt og hægt er að gera til að fá smokka? Er lestraragi kannski arfgengur? Nei þá sit ég í súpunni. Og það er bara eitthvað sjitt!
Oj það er einhver ræðustílsfnykur af þessari færslu.
Birt af Særún kl. 15:09 0 tuðituðituð
sunnudagur, apríl 09, 2006
Dimissio
Þá er það batterí búið. Hittumst nokkur úr bekknum kvöldið áður og saumuðum og klipptum alveg á fullu. Vaknaði svo kl. 5 morguninn eftir til að taka mig til. Til Gyðu var skundað og bakkelsi var á öllum gólfum, stólum og borðum. En hafið þið heyrt um manninn sem var svo lítill að það var táfýla af hárinu hans? Bara að pæla. Síðan var marserað á bíl í skólann og snilldar búningarnir dustaðir og pússaðir. Fyrir framan MR var mikið sprellað, hlaup í skarðið og svona. Svo bara uppí gámabíl og á Pizza Hut. Ég, Erla og Guðrún Elsa fengum þá frábæru hugmynd að labba í MS og föttuðum svo að allir sem við þekktum voru búnir í skólanum. Fórum samt inn og töluðum við einhvern kennara sem við héldum að ætlaði að reka okkur út. En hún var ljúf sem lamb. Nörduðumst í nokkrum MS-ingum sem vissu ekki hvað dimmitering var. Guðrún:"Dimissio er komið af sögninni dimitto á latínu og þýðir að senda burt." Það lækkaði niður í þeim rostann og þeir sögðu svo að við værum með chicken-legs. Ég var bara stolt af þessu kommenti. Síðan fórum við í strætó og í strætóskýlið kom svona 10 ára gamall strákur sem sagði að við værum í ljótum búningum. Við sögðum bara að hann væri sjálfur ljótur. Hann fór svo að gefa okkur fokkmerki og ulla á okkur. Hann var í peysu sem á stóð "3" og ég eitthvað ógeðslega svöl: "Bíddu, ertu 3ja ára eða?" Hann þagði.
Fórum í strætó uppí vessló en þar þurftum við að pissa. Ég tók bónvél (Sjá mynd) Hlupum undan skúringakonum og í MH þar sem við tilkynntum öllum að við hefðum unnið þau í MorfÍs þeim fannst það ekki fyndið held ég. Í Kringluna var haldið og flippað algjörlega. Heim í strætó.
Kristín og Björk komu til mín, við náðum í Guðnýju og fórum í partí til Hauks. Þar var drukkið og horft á Ídolið. Ætla ekkert að tjá mig um úrslitin. Ég og Hildur fórum á gott trúnó, gott að létta svona hlutum af sér. Takk fyrir það Hildur. Prikið. Kúltúra. Man samt ekkert hvað ég gerði þar. Hressó. Týndi veskinu mínu þar. Þá var allt ónýtt bara. Fékk lánaðan pening fyrir leigubíl hjá indælum dreng enda búin að týna öllu, fólkinu og veskinu. Hringdi svo um morguninn í Hressó og þá var veskið þar. En svo fékk ég flensuna í gær og var með svona 39,5 í gær en í dag 38. Gæti ekki komið á betri tíma. Allir að lesa fyrir próf á meðan ég get varla hreyft mig eða borðað. En þetta var góður dagur þrátt fyrir vesen og ég mun bara aldrei gleyma honum enda er ég í besta bekk sem hægt er að hugsa sér. Kannski ekki námslega séð en þið vitið hvað ég meina :)
MYNDIR!
Birt af Særún kl. 17:25 0 tuðituðituð
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Hin rétta fiðluballsmynd
Þarna lít ég ekki út eins og Hringjarinn frá Notre Dame og Jorri ekki eins og Drakúla greifi. Á morgun er það svo dimmitering. Ég verð Iðunn með eplin en hún er ógeðslega sexí. Pælingin svo að vera frekar Iðunn með eplasnafsinn en þar sem ég treysti mér ekki í þann drykk ákvað ég að beila. Það hefði samt verið tremmað. Held mig því við mjöðinn og ölið. Ég verð appelsínugula konan ef þið sjáið hóp af guðum og æsum á vappi í Húsdýragarðinum á geita- hreindýra- og refaveiðum.
Birt af Særún kl. 18:15 0 tuðituðituð
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Það var ást við fyrst sýn!
Mitt síðasta opinberlega MR-ball búið. Ekki það skemmtilegasta og átti það án efa stóran þátt í því sú staðreynd að á staðnum voru svona 15 sjöttubekkingar í mesta lagi. En ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir það en samt mest í fyrirpartýinu hjá Guðnýju. Myndir úr herlegheitunum má nálgast hér.
Fór að rifja upp mín fyrstu skólaböll og komst að þeirri niðurstöðu að ég er orðin gömul. Í þá dagana slummaði maður kannski upp í allt að 3 stráka á balli og kippti sér ekkert upp við það. Talan lækkaði með árunum... 2 á balli... 1 á balli... og nú enginn á balli. Enda er ég með þennan fína bólfélaga sem beið eftir mér glenntur og var afar glaður að sjá mig þegar ég kom heim. Hætti við að viðurkenna fyrir strákum (sem ég hafði kannski aldrei séð) að ég væri ógeðslega hrifin af þeim og vissi allt um þá eftir mínar reglulegu rannsóknarferðir á heimili þeirra. Það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta væri ekkert sniðugt.
********prófin nálgast og er ég bara nokkuð fegin. Þótt þetta verðu erfiðustu dagar lífs míns (æi ég veit ekki) þá verður það þess virði. En peningaplokkið sem fylgir útskriftinni er gríðarlegt! Treysti mér ekki einu sinni í það að telja allt saman. Já og meðan ég man! Fengum myndina sem var tekin af bekknum á fiðluballinu. Allir voða fínir NEMA ÉG! Af því að ég var með lokuð augun á greinilega bestu myndinni, var auga á annarri mynd (opið auga) fótósjoppað á hina myndina og sett á fáránlegan stað, bara á kinnina á mér. Ég er ekki sátt. Maður vill nú vera með sitt eðilega útlit á þessari mynd en ekki eitthvað tölvudrasl. Svo byrjaði ég á túr í skólanum og eyddi öllum launum mánaðarins og var plötuð til að vinna á laugardaginn sem ég má bara ekkert vera að. URG! Jæja búin að koma þessu frá mér. Efa að ég geti tjáð mig hér fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Síðasti skóladagurinn á morgun, allir mæta voða fínir og svo fer 6.A út að borða og svo að stússast eitthvað í dimmisjóbúningunum. Dimmisjó en svo á föstudaginn og úti verður víst gaddur, haglél, frost, slydda, nefndu það. Ég er farin.
Birt af Særún kl. 20:24 0 tuðituðituð
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Jibbíjí
Hinn margrómaði gangaslagur fór fram í dag. Ég komst ekki að en það var í lagi. Vildi ekki vera í sjúkrabílnum sem kom.
Grímuball á eftir. Mamma fór óvart með flugmannabúninginn minn í Sorpu þannig að ég verð bara fiðrildi. Fann það á mér að eitthvað myndi fara úrskeiðis þannig að ég keypti mér fiðrildagrímu í dag. Tók nokkrar myndir af mér á webbkameruna áðan. Merkilegur hlutur.
(af einhverjum ástæðum virkar þetta ekki. drasl)
Asnalegt.is
ein stöð - margar stöðvar
einn söngur - margir söngvar
ein töng - margar tengur
Ég væri ekki til í að vera útlendingur að læra íslensku. Guði sé lof fyrir það.
Jæja ég er farin að borða hamborgarhrygg og drekka rauðvín. Helgarmaturinn færðist víst um nokkra daga. Ekki kvarta ég.
Birt af Særún kl. 19:00 0 tuðituðituð
laugardagur, apríl 01, 2006
Bowowow jibbíjó jibbíjei!
Ég er full af stolti. Full af bláberjaskyri. Full af sæluvímu. Já MR var að vinna MorfÍs núna rétt áðan. Það var magnþrungin stund. Vil ég hér með óska MorfÍs liði okkar MR-inga innilega til hamingju með sigurinn því hann var sætur. Ég var að tímavarðast eins og vanalega, mitt síðasta skipti. Ég hef átt góða tíma hliðina á pontunni þetta árið og mun hugsa til þeirra á erfiðum tímum. Mun sérstaklega minnast þess að hafa fengið að kyssa Sögu. Namminamm.
Tímavarðagjafirnar mínar lukkuðust bara vel. Fyrstu tvær gjafirnar misstu eiginlega marks en það var allt í lagi. Held að það væri bara fínt að prjóna nýjan Miðgarðsorm því ekki lyktar sá gamli vel. Og þeir segja að MR stínki! En vá, ég ætla aldrei aftur að sauma saman 15 nammigúmmíorma á 10 mínútum. "Jafar snýr aftur" spólan var gerð í flýti og fyrst ég átti ekki þá spólu notaði ég einhverja skjetsaspólu með Hilmi Snæ og Stefáni Karli. Setti hana bara í annað hulstur. Vona að MH-ingurinn hlæi eins mikið af henni og ég gerði. Ég muna allavega aldrei horfa á þessa sömu spólu aftur. Svo fannst mér soldið kómískt að hafa Sigmar (Kastljós og Gettu betur-kallinn) við hliðina á mér (hann var fundarstjóri) og hann flissaði rosalega mikið þegar ég var að tala. Hann er svo kósí!
Skundaði svo á tebóið en sökum þreytu, svefnleysis og söngvamyndagerðar á morgun fór ég snemma heim. En nú er mál að kveikja bál, fara í náttkjól og hendast í ból.
PS. Veit að ég á ekkert að vera að pirra mig yfir þessu en það var alltaf einhver gella á fremsta bekk MH-megin sem tók líka tímann. Hún var bara abbó. Langaði að vera þar sem ég var. Held samt að hún hafi bara verið brjáluð.
Birt af Særún kl. 01:25 0 tuðituðituð