Lon og don, sí og æ
Í London er Paddington besta bangsaskinn dýrkaður og dáður. Ég bíð eftir því að Solla Stirða verði fjallkonan á 17. júní og stytta verði reist á Lækjartorgi til heiðurs Íþróttaálfinum. Nenni níski verður gerður að bankastjóra og Siggi sæti tekur yfir Bónus. Já það væru góðir dagar í Lötuvík.
Mamma keypti handa mér gjafir í London. Ber þá helst að sýna
skó sem hún hélt að væru bara með einhverju laufblaði. Ég hélt að hún ætlaði að snúa við til London er hún fattaði hvað hið rétta laufblað var. Ég get þá kennt henni um ef ég gerist hasshaus, með laufblaðið við fætur mér alla daga.
Næsta gjöf var smokkur frá London. Kallaði hún þetta "Víti til varnaðar". En á honum stendur: Souvenir Condom. I (hjarta) London. Been there... seen it... done it! Neðst stóð svo með litlum stöfum: Not for use - novelty only. Ef ég hefði nú farið eftir bón móður minnar og notað smokkinn sem er ekki til að nota, hefði ég orðið ólétt í einhverri hassvímunni. Ég gæti því kennt móður minni um óskilgetið barn mitt eignist ég það. Það barn verður skírt Paddington eða Heathrow.
Eigið þið bleikt Snúbbí body lotion (get ekki sagt lotion) með Apple Heart lykt?
Hélt ekki.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli