föstudagur, apríl 14, 2006

Fyndið...

eiginlega ofboðslega fyndið en ég torgaði heilum ananas í morgunmat á 10 mínútum í gær. Í bitum sko.

Í nótt var hringt í mig kl. 3. Ég svaraði enda var ég ekki sofandi, var í örmum fallegs karlmanns að horfa á Law and Order. Á mig var skellt. Hringdi svo aftur. Þá var þetta einhver gaur (aðrir gaurar með honum) sem var með mig í símanum sínum og þá hét ég Megagella. Þá fórum ég og Oddný einu sinni í partý til vinar þessa gaurs, eiginlega tvisvar því þeir fengu ekki nóg af okkur. Vandræðalegt að ég mundi alveg eftir honum, eiginlega bara vandræðalega mikið en hann mundi ekkert hver ég var. Hann sagði mér að hann var á Spáni í sumar og lenti í úrslitunum í Músíktilraunum. Svo þakkaði ég honum fyrir ánægjulegt spjall. Já og aðalmálið var sko að hann var að bjóða mér í partí heim til sín en vissi ekkert hver ég var. Bara að ég var megagella. Sem er auðvitað satt ef út í það er pælt. Nei hættu nú alveg Særún!

Lítill fugl hvíslaði að mér að Safex smokkar eru bara ekkert svo safe. Rifna bara við minnsta lim/álag. Látið orðið berast!


Þessi virkar ekkert rosalega safe, hvað þá traustvekjandi


Hljómar vel en ég er að pæla í að slaka


Þessi mynd fær titlana 'Ógeðslegasta mynd ársins' og 'Besta mynd ársins' af því að ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna. Erna? Svipurinn hans Huma segir mér samt að ég hafi verið að gera eitthvað alveg út út kú

Engin ummæli: