miðvikudagur, apríl 05, 2006

Það var ást við fyrst sýn!

Mitt síðasta opinberlega MR-ball búið. Ekki það skemmtilegasta og átti það án efa stóran þátt í því sú staðreynd að á staðnum voru svona 15 sjöttubekkingar í mesta lagi. En ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir það en samt mest í fyrirpartýinu hjá Guðnýju. Myndir úr herlegheitunum má nálgast hér.
Fór að rifja upp mín fyrstu skólaböll og komst að þeirri niðurstöðu að ég er orðin gömul. Í þá dagana slummaði maður kannski upp í allt að 3 stráka á balli og kippti sér ekkert upp við það. Talan lækkaði með árunum... 2 á balli... 1 á balli... og nú enginn á balli. Enda er ég með þennan fína bólfélaga sem beið eftir mér glenntur og var afar glaður að sjá mig þegar ég kom heim. Hætti við að viðurkenna fyrir strákum (sem ég hafði kannski aldrei séð) að ég væri ógeðslega hrifin af þeim og vissi allt um þá eftir mínar reglulegu rannsóknarferðir á heimili þeirra. Það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta væri ekkert sniðugt.

********prófin nálgast og er ég bara nokkuð fegin. Þótt þetta verðu erfiðustu dagar lífs míns (æi ég veit ekki) þá verður það þess virði. En peningaplokkið sem fylgir útskriftinni er gríðarlegt! Treysti mér ekki einu sinni í það að telja allt saman. Já og meðan ég man! Fengum myndina sem var tekin af bekknum á fiðluballinu. Allir voða fínir NEMA ÉG! Af því að ég var með lokuð augun á greinilega bestu myndinni, var auga á annarri mynd (opið auga) fótósjoppað á hina myndina og sett á fáránlegan stað, bara á kinnina á mér. Ég er ekki sátt. Maður vill nú vera með sitt eðilega útlit á þessari mynd en ekki eitthvað tölvudrasl. Svo byrjaði ég á túr í skólanum og eyddi öllum launum mánaðarins og var plötuð til að vinna á laugardaginn sem ég má bara ekkert vera að. URG! Jæja búin að koma þessu frá mér. Efa að ég geti tjáð mig hér fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Síðasti skóladagurinn á morgun, allir mæta voða fínir og svo fer 6.A út að borða og svo að stússast eitthvað í dimmisjóbúningunum. Dimmisjó en svo á föstudaginn og úti verður víst gaddur, haglél, frost, slydda, nefndu það. Ég er farin.

Engin ummæli: