"Doctor Doctor! This woman has been shot and had a blow on the head!"
Læknaþættir - alltaf samir við sig. Þeir eru hreint óteljanlegir þessir læknaþættir. ER, Chicaco Hope, Presidio Med, Strong Medicine og svo lengi mætti telja. Löggu- slökkvuliðs- og sjúkraliðaþættir eru líka margir: Third Watch, NYPD Blue, Law and Order og ég veit ekki hvað og hvað. Kennaraþættir eins og Boston Public, réttarlæknaþættir eins og CSI og Crossing Jordan. Lögfræðingaþættir og blabla. En hvað með öll láglaunuðu störfin? Þau fá að sitja úti í kuldanum bara fyrir það að vera láglaunuð og óspennandi. Hver myndi ekki vilja sjá þátt um líkhreinsi eða ræstitækni? Tja, allavega væri ég til í það! Ég er meira að segja komin með söguþráð fyrir líkhreinsaþátt:
Hann heitir Cleaning the Corps og er aðalsöguhetjan Susan McDowell, miðaldra kona sem býr í bænum Kensingtonville í Skotlandi. Lík eru hennar ær og kýr eftir að móðir hennar dó í hrikalegu traktorslysi og það var ekki sjón að sjá hana í kistunni því enginn var líkhreinsirinn til að gera hana fína. Susan gerir því allt sem hún getur til að gera líkin húsum hæf og stundum kemur það fyrir að hún leysi eitt og eitt sakamál í leiðinni. Ástir og fjölskyldumál flækjast inn í söguþráðinn og hinir mörgu ástmenn hennar yfirgefa hana vegna starfsins síns. Í lokaþættinum kemur svo að því að lík kemur inn á líkstofuna hennar... líkið að hennar einu ást: Karl Bretaprins! Hvað gerir Susan núna?
Æjæj, ég er þá búin að eyðileggja endinn. Nújæja.
Einhvern veginn svona leit móðir Susan út eftir traktorslysið. Blessuð sé minning hennar.
fimmtudagur, júní 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli