föstudagur, júní 04, 2004

Daglegt slúður

- Hornleikarafélag Íslands var með tónleika í gær. Vitaskuld var ég þar og spilaði með í lokinn og svo voru rjúkandi pezzur. Áhugavert og skemmtilegt var verk fyrir 8 horn og slagverk en þetta var frumflutningur á því verki. Alltaf hefur mér fundist skammstöfun félagsins fyndin: HORNÍS. Ætli sú skammstöfun lýsi okkur hornleikurunum ekki hvað best.
- Útidyrahurðin á Hverfisgötu 25 er ekki ennþá þornuð
- Ég fer í minn fyrsta ökutíma núna á fimmtudaginn. Ég vil því vinsamlegast biðja alla íbúa höfuðborgarsvæðisins um að halda sig innan dyra eftir kl. 6 því von er á miklum árekstri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
- Mér barst afar skemmtileg sending áðan. Tveir stæltir karlmenn komu til mín um hádegið, berir að ofan með sitthvora rósina í munninum. Ekki var það verra að þeir voru í vinnubuxum og í skóm með stáltá. Maður fær nú ekki svona sendingu á hverjum degi. O nei.



Hoja!
------------------------
Særún dagsins



Og Særún dagsins er enginn annar en hann Haukur! Ég ákvað að hann þurfti ekki að skipta um nafn til að fá þennan titil af því að hann gerði mig að Hauki dagsins á blogginu sínu. Njóttu vel svo þér verði ekki um sel og hakkist í mél! (Ég var að búa þetta til. Hohohho)

Engin ummæli: