Ógeðis SMS
hafa borist mér í hrönnum. Ég hélt að allir væru hættir að senda svona SMS en nei nei, ég fékk slatta í gær frá sama ógeðisaðilanum. Það fyrsta hljómaði svona:
Limur, brundur, lykt af vessum,
klám og kynlíf líkar mér.
Í rassinn reið ég 14 lessum
með mynd af þér í huga mér.
Jæja, ég viðurkenni að þetta er svolítið fyndið en þegar SMS-in héldu áfram að flæða inn, hætti þetta að vera skondið. Það næsta hljómaði svona:
Það var ekki Guð sem skapaði konuna - heldur gatnadeild borgarinnar. Hverjum öðrum hefði dottið í hug að leggja vatn og klóak alveg ofan í leiksvæðinu?
Gubbidígubb! Á eftir þessu komu fleiri og fleiri sem ekki er hægt að birta á þessari síðu. Síminn er eins og sést, skaðræðistæki sem ekki er á færi allra að nota. Það að senda ungum saklausum skólastelpum klúr skilaboð er refsivert. Jáh, refsivert!
Niður með klúrheit og perra burt!!
miðvikudagur, júní 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli