SKÓLAÁRIÐ Í HNOTSKURN
Ágúst: Þá byrjaði sko ballið. Kom bara þokkalega sátt í skólann þrátt fyrir mjög strembið og tilfinningaþrungið sumar. Meira en sátt við bekkinn minn og móralinn sem í honum var. Tók latínunni opnum örmum en sneri baki við líffræðinni. Byrjaði í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu sem hefur verið hin mesta skemmtun og mun eflaust nýtast mér vel í framtíðinni.
September: Ósköp venjulegur septembermánuður. MR-ví dagurinn og busaballið. Datt í gæsaskít og hélt fyrirpartý fyrir busaballið. Komst að því að áfengi og stress eiga ekki vel saman. Kynntist mikið að skemmtilegu fólki.
Október: Októbermánuður einkenndist aðallega ef árshátíð, haustfríi. Var næstum því búin að senda ákveðnum manni eitthvað illalyktandi í pósti en sem betur fer tók ég sönsum og sá að það var ekki rétta leiðin til að takast á við ergelsið.
Nóvember: Einn af betri mánuðum ársins því að þá á ég einmitt afmæli. Mikið öl drukkið og mánuðurinn var bara eitt stórt partý.
Desember: Öðru nafni ruglmánuðurinn. Jólapróf. Tíminn fór bara í rugl og vitleysu sem hefði átt að fara í próflestur. En ég lærði af reynslunni. Jólin og gamlárskvöld. Jólin voru fín en kvöld gamla ársins hefði getað verið betra.
Janúar: Byrjaði með særindum og táraflóði en með hjálp góðra vina komst ég aftur upp á bakkann - bakka lífins sem ég hef náð að halda mér á síðan þá. Litla frænka mín veiktist alvarlega og varð að fá gefins nýra. Ég bauðst til að gefa eitt af mínum en eftir rannsóknir kom í ljós að ég var ekki heppilegur nýrnagjafi. Tók þátt í minni fyrstu ræðukeppni ásamt bekknum mínum 4.B sem var bara mjög skemmtilegt. Annað mál er þó hvort við unnum eða ekki. Söngvakeppni MR var í janúar þar sem ég og Guðný Danaveldisfari sýndum okkur og sönnuðum að við eigum framtíðina fyrir okkur sem rapparar og textahöfundar undir tímapressu. Söngvaball. Það að hafa mætt kl. 10 á laugardagsmorgnum á kammersveitaræfingar í marga mánuði, stórborgaði sig eftir afar glæsilega tónleika sem innihéldu margar af frægustu óperum Mozarts.
Febrúar: Árshátíðarvika og árshátíð númer 2. Vorhlé. Förstudagurinn þrettándi. Sögufyrirlestur um Mozart. Bekkjarpartý eins og 4.B. er einum líkt.
Mars: Varð mjög veik um miðjan mánuðinn og mætti því ekki í skólann í rúma viku. Missti þar af leiðandi af Herranæturleikritinu og grímuballinu, mér til mikillar mæðu. Kosningar.
Apríl: Ákvað að hoppa út í djúpu laugina og velja fornmáladeild I fyrir næsta skólaár. Páskafrí byrjaði. Tónleikar og söngvakeppni framhaldsskólanna. Lestur skólabóka. Partý þar sem ég kynntist ungum dreng. Páskar og páskaegg. Páskafrí búið. Mikið af afmælum. Sumardagurinn fyrsti. Ritgerð um Wagner fyrir tónlistarsögu. Gaf mig fram í bókasafnsnefnd og komst í hana. Síðasti skóladagurinn með bekknum mínum.
Maí: Lengsti mánuðurinn hingað til og hann er ekki einu sinni búinn. Einkenndist af 12 prófum sem loksins tóku enda. Evróvarp. Vinnuleit. Tónleikar. Hljómfræðipróf. Drykkja. Aðgerðarleysi. Tuðný fór til Danmerkur. Atvinnuleit svo ég komist í heimsókn til Tuðnýjar og geti lifað í sumar. Einkunnaafhending. Náði öllu. 7,8 í meðaleinkunn. Ballið búið.
Í stuttu máli sagt: Eitt stórt partý. Erfitt á köflum en alltaf smá sólarglæta. Eitt af mínum betri skólaárum.
Gæsaskítur
fimmtudagur, maí 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli