laugardagur, maí 29, 2004

Komin með aukavinnu

Tek að mér að mæta í partý. Öll partý koma til greina, m.a.s. swinger- og kynsvallspartý, náttfatapartý, brúðkaupspartý en ekki dóppartý. Ég get mætt með gítar en auðvitað kostar það aukalega. Get spilað lög á borð við Firewater Burn, Island in the Sun, Fatlafól, Pósturinn Páll, Smells Like Teenspirit, Hit Me Baby One More Time, Prumpulagið (allt nema viðlagið) og svona mætti lengi telja. Frægust er ég þó fyrir nýstárlega túlkun mína á Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós. Tek einnig að mér að spila óskalög.
Klukkutíminn kostar aðeins 1000 kall en hægt er að fá sérstakan afslátt ef beðið er um mig í meira en 5 tíma. Þá kostar klukkutíminn aðeins 900 krónur og 1 bjór fyrir hvern klukkutíma sem er auðvitað gjafaprís á heimsmælikvarða.
Áhugasamir hringja í mig í síma 866-8916 með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara. Get byrjað núna í kvöld.

Með von um góðar viðtökur

(Smáaletrið:Partýhaldarierskyldugurtilaðborgaundirmigleigubílsamkvæmtlögumnúmerfimmþúsundsext íuogníusemfjallaumréttindipartýfólksímorkinskinnufráárinutólfhundruðþrjátíuogátta)


Engin ummæli: