sunnudagur, maí 30, 2004

Messuvín

Ég gerðist svo fræg í dag að ég fór í mína fyrstu formlegu messu síðan ég fermdist hérna um árið 2000. Messan var samt ekki í kirkju, heldur í matsal nokkrum á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði eða á vinnustað mínum aðrahverja helgi þetta sumar. Ég var sett í það að fara með allt fólkið í messuna sem treysti sér til og gerði ég það af miklu öryggi og varkárni. Það þýðir nefnilega ekkert að hlaupa með eldgamalt fólk niður stiga. Hann Herra Bóbó gamli varð hálfhræddur við prestinn og skalf af hræðslu allan tímann meðan á messuhöldum stóð. Frú Matthildur Ibsen öskraði allar bænir sem hún kunni á dönsku við lítinn fögnuð viðstaddra. Presturinn var samt leiðinlegur, talaði bara um það hvað það er allt svo gott í himnaríki. Gamla fólkið varð alveg heillað og hefur örugglega farið strax upp í herbergið sitt og kæft sig með púða til að komast þangað sem fyrst. Getur verið.

Nokkur góð ráð sem ég lærði í vinnunni í dag:

- ef gamlir kallar reyna við þig og klípa í rassinn þinn, segðu þeim þá að þú sért ólétt. Það svínvirkar því þeir munu ekki snerta þig framar.
- ekki sjóða nælonsokkabuxur þegar þær eru þvegnar því þá verða þær gráar.
- sleipiefni er gott til að losa sig við harðlífi.
- fleiri ráð lærði ég ekki í dag.

Samtal

Ég: ,,En hvað þú ert í fínum kjól!"
Hallveig Hallgrímsdóttir: ,,Þú líka."
Ég: ,,Takk."

Ath. Gamla fólkið ber dulefni því í rauninni er það að vinna að falli ríkisstjórnarinnar en enginn veit hvernig þeim ætlar að takast það. En þú kemst að því í næsta þætti af The Old And The Beautiful.



Geirþrúður, Svabbi Diðriks, Karólína og Jófríður að ræða málin.

Engin ummæli: