mánudagur, mars 22, 2004

Feðginin óborganlegu

Eins og fræg kona söng einu sinni svo fallega: "Music makes the people come together, yeah!" Þar hefur hún á réttu að standa því samband míns og föður míns hefur aldrei verið betri en nú og er það allt tónlistinni að þakka. Hann tók upp á því fyrir stuttu að kaupa geisladiska handa mér af litlu tilefni og ég handa honum. Það er því alltaf gaman á föstudögum því þá koma þeir oftast í hús. Pabbi er ennþá svolítill prakkari í sér síðan hann var smápolli á Hólmavík í gamla daga og gefur mér oftast diska sem hann heldur að ég þoli ekki. Það mistekst þó oftast hjá honum. Til dæmis gaf hann mér um daginn Abba panpipes og glotti um tönn. Ég sagði bara feis því ég get ekki hætt að hlusta á þann disk og þá varð pabbi skúffaður. Hann gaf mér líka Billy Joel og aftur mistókst planið hans. Já, ég á svo sannarlega kjánapabba. Ég hef ekki gefið honum eins mikið af diskum því otf er pyngjan tóm en ég reyni af bestu getu. En af því ég elska pabba minn svo mikið gaf ég honum 2 diska um daginn: Richard Clayderman - Songs of Love og The Love Album - Soul for Lovers. Þá var hann glaður en samt eru diskarnir ennþá í bréfinu.
Við höfum líka gaman að því að fara á geisladiskamarkaði og flippa ærlega. Þá er bundið fyrir augun og bara valið það sem hendi er næst. Oftar en ekki hafa margir diskar oltið um koll og brotnað en þó engin bein. Hohoho. Margt skondið hefur lent í innkaupakörfunni og sem dæmi um það voru margir góðir diskar keyptir. Til dæmis: Shania Twain, Faith Hill, BG og Ingibjörg, Public Enemy, Graduelukórinn og fleiri fleiri góðir. Það er gott að eiga góðan pabba.

Engin ummæli: