Það er góður dagur. Ha, er Helgi magur?
Þetta rímaði en dagurinn gerði það ekki. Hann var alveg ágætur ef ég á að segja sjálf frá (þótt hann sé að vitaskuld ekki búinn). Hann byrjaði vel, svaf lengur en venjulega og hljóp síðan í strætó. Átti mörg góð spjöll við gott fólk og síðan var skundað í tíma. Eipaði á stærðfræðikennarann í svona tuttugasta skipti í þessari viku og þá vissi ég að dagurinn yrði góður. Festi tvö X-Steindór merki á mjög svo dónalega staði og bar þau mest megnið af deginum. Tók merkin þó af mér fyrir leikfimi því ekki vildi ég gata neina staði sem hugsanlega munu koma sér vel í framtíðinni. Fékk bakkelsi í Cösu og smakkaði minn fyrsta heila kaffisopa hjá Bó. Takk Bó. Sopinn var vondur en það var ekki Bó að kenna, heldur mér. Fór hamförum í latínu og rimpaði útúr mér þolmyndum um hvippinn og hvappinn, samnemendum til yndisauka. Síðan var það tjarnarhlaupið ógurlega. Tók það á mettíma: 13 mín og 50 sek sem þýðir 5,5 í einkunn. Afsökun mín í þetta skiptið er að ég er nú nýstaðin úr veikindum og svo er ég með beinhimnubólgu. Það er ekki hver sem er sem getur státað sig af því, óneinei. Dagurinn var þó toppaður í strætó þegar nokkrir menntskælingar tóku upp á því að syngja afmælissönginn fyrir hann Jóhannes en hann á afmæli í september. Það vildi svo skemmtilega til að hópur leiklistarnema var í strætó og byrjaði að syngja með. Ekki leið á löngu þangað til að allir í strætó voru farnir að syngja og engan grunaði að hann átti ekki einu sinni afmæli. Þýskukennarinn minn hún Maja Loebell var líka í strætó og hún söng að vitaskuld með. Á leið sinni út fór fólk að óska Jóhannesi til hamingju með afmælið og þá var hlegið. Núna er ég bara komin heim í heiðardalinn með slitna skó og ætla að fara að gera eitthvap upplífgandi fyrir sál og líkama. Kannski jóga.
Lifi ég ekki skemmtilegu lífi krakkar?
þriðjudagur, mars 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli