miðvikudagur, mars 31, 2004

Beygla!!

Hundurinn minn, hann Sókrates er bara bévítans lygari. Á mánudaginn kom hann heim úr göngutúr haltrandi og gat ekki stigið í aðra löppina. Ég vorkenndi honum ekkert smá og stjanaði við hann tvist og bast. Hann var líka ekkert að ná að halda sér uppi greyið, heldur datt bara allt í einu kylliflatur á gólfið og það oft. Við vorum skíthrædd um að hann væri farinn úr lið eða jafnvel fótbrotinn og öll fjölskyldan var gráti nær og hélt að nú myndi hann fara yfir móðuna gráu. Hann fékk puslur í matinn þetta kvöld sem er uppáhaldsmaturinn hans, já og kleinur. Svo næsta morgun, þá haltraði hann bara ekki neitt! Hann er greinilega bara svona gáfaður og góður leikari að honum tókst að blekkja fíflin húsbændur sína til þess að fá meiri ástúð og mat. En hann gerði ein mistök. Næsta dag haltraði hann nefnilega ekki neitt. Haha, aumingi!!
Það er greinilegt að dýrin hafa fundið veika blett mannkynsins, samúðina... eða það halda þau og ætla að nota hana gegn okkur. Óttist börn mín góð, því á endanum munu dýrin taka völdin!!



Ég var að æfa mig að mála.

Engin ummæli: