fimmtudagur, apríl 01, 2004

Kvensami Guð, hallelúja!

Í dag er 1. apríl og ég hef ekki enn verið plötuð og það er frekar súrt. Aðrir á heimilinu hafa þó platast og er það ávallt gleðiefni fyrir mig. Í hinu ágæta bæjarblaði Hafnarfjarðar, Víkurfréttum, var aprílgabbið að Sykurbörnin væru komin til landsins og myndu árita nýjustu plötu sína í dag í Firðinum frá kl. 1-3. Systir mín hoppaði hæð sína af gleði og ætlaði pottþétt að fara. Ég var nú ekkert mikið að segja henni frá því að þetta væri líklegast gabb þannig að hún fór í Fjörðinn í dag og varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum líkt og um 100 litlar smástelpur sem voru að pissa í sig af spenningi. Annað gabb í bæjarblaði nr. 2 var að það væru krókódílar í Hvaleyrarvatni sem einhver hafði sleppt og ætluðu björgunarsveitarmenn að fara á gúmmíbát í dag, ná í krókódílana og hafa þá svo til sýnis. Pabbi hoppaði einnig hæð sína, heila 2 metra við þessa frétt og ætlaði að fara að keyra þangað upp eftir í dag og sjá krókódílana því hann er alltaf að segja mér og öðrum hvað þetta eru kynngimagnaðar skepnur. Þótt ég hefði nú viljað sjá vonbriðgðissvipinn á föður mínum þá varð ég bara að segja honum að þetta var gabb. Hann fór nú bara hjá sér og í fyrstu vildi hann ekki trúa þessu. Hann er líka kjáni.
Ég plataði líka í dag, reyndar stríddi ég meira en plataði en ég plataði þó líka. Málið er að á morgnana tekur mamma alltaf fram tvær skálar úr skápnum fyrir mig og systur mína undir morgunkornið og í gærkvöldi fyllti ég efstu skálina í staflanum af vatni. Svo í morgun var mamma að flýta sér eitthvað óvenju mikið, hrifsaði í skálarnar og fékk feita vatnsgusu yfir sig, andlitið og fötin og allt. Og þá hló ég. Þegar ég náði að hætta að hlæja, sannfærði ég hana um að þetta hefði bara verið eitthvað aukavatn sem kom með úr uppþvottavélinni. Ástæðan fyrir þessum lyga mínum var hvað móðir mín var ákaflega reið og hún hreinlega gnísti tönnum og ekki vil ég verða fyrir barðinu á henni svona í morgunsárið. Hún þurfti því að skipta um föt, endurnýja meiköppið og kom þá allt of seint á mjög mikilvægan fund. Æi ég er svo vond. Þetta var sem sagt aprílgabbið mitt, ömurlegt en gabb var það þó. Gaman væri þó ef einhverjum tækist að gabba mig fyrir miðnætti því þá verð ég glöð.

Svo sá ég Bruce Springsteen á Hlöllabátum í dag, ég er sko ekki að plata. Fyrsta skipti sem ég sé einhvern frægan fyrir utan Ólaf Ragnar Grímsson.



Mar Vorsteinn. Haha!

Engin ummæli: