þriðjudagur, mars 30, 2004

Gjöf nr. 2

Ég fékk svolítið samviskubit eftir að hafa gefið föður mínum aðeins skítuga fötu þannig að ég ákvað að biðja pabba um pening og keypti handa honum aðra gjöf. Ég fór í plötubúð og keypti DVD-mynd um Roy Keane fyrst hann er nú Manchester United kall dauðans og varð hann bara enn ánægðari með diskinn en fötuna. Af hverju ætli það sé? En allavega, ég ákvað að kíkja nú aðeins á gripinn áðan en steinhætti við eftir að ég las aftaná hulstrið. Textinn hljóðar einhvern veginn svona:

ROY KEANE: AS I SEE IT

WORSHIPPED, FEARED, RESPECTED
Roy Keane is the heart and soul of the world's greatest football club. On the field he is a born leader with a fiery temper, adored and worshipped by fans, feared and envied by rivals. Despite his fame, the real Roy Keane is elusive - until now! Now you can learn what makes Keane REALLY tick.

KEANE ON KEANE - AS HE SEES IT

(Smáa letrið: Some scenes may contain violence and may be unsuitable for young children. Bad language is frequent.)

Ég sé þetta alveg svona fyrir mér: Myndin byrjar á ferli hans með United og sýnd svaka flott mörk. Svo byrjar þetta að vera ýkt væmið og svo er talað um æsku hans, eiturlyfjafíkn og áfengisvanda. Næst byrjar hann að gráta þegar hann segir frá því þegar stjúpi hans þvoði munninn á honum með sápu og hvernig allt var svo mikil harlem. En núna er hann frægur kall sem sparkar í bolta, á flott hús, konu með 1 árs gömul brjóst og börn sem eru alveg eins og pabbi sinn. Frekar hlusta ég á glamrið í Richard Clayderman.



"Ojah, give me some sugah papa!"

Engin ummæli: