þriðjudagur, desember 30, 2003

Post jucundam juventutem

Já, æskan líður svo sannarlega ung og fjörleg. Ég komst að þeirri niðurstöðu áðan en þá braust fram barnið í mér og varð að fallegu blómi. Ég fór nefnilega út að renna mér í snjónum ásamt Sóleyju, Snorra og Eiríki. Við skunduðum við glöð í bragði í átt að brekkunni fyrir neðan kirku Víðistaða með þoturassa, plastpoka og snjóþotu og æskan og kynþokkinn skein af okkur. Hvað er meira kynæsandi en að vera í monnboots, í alltof stórum snjóbuxum og með skærgrænt ennisband? Ekki veit ég það.
Ég og Sóley bjuggum til þessa fínu pomsubrekku sem var ekki mikill rassavinur. Strákarnir bjuggu svo til stökkpall sem var bara samanþjöppuð snjóhrúga. Svo var aðalmálið að hitta á pallinn, það gekk ekki vel en gekk þó. Til að gera langa sögu stutta, fórum við heim til Bjarkar eftir kaffæringar og englagerð og fengum kakó. Það var gaman.

Ég mæli eindregið með því að þið drattist af ykkar ***** rassi, hendið ykkur í Kraft-gallann, grípið í Stiga-sleðann og gerist börn á ný! Væri lífið ekki öðruvísi ef allir hugsuðu eins og Pétur Pan? Jú, því þá létu allir eins og börn!

Svo er þetta líka ókeypis skemmtun. Hver þarf bíó, keilusali, spilakassa og súlustaði þegar maður hefur snjó í brekku?

Engin ummæli: