Nokkrar gullmolaspurningar úr Trivial Pursuit:
- Þegar María Antonette heyrði um brauðskort í Frakklandi sagði hún: ,,Gefum þeim bara kökur í staðinn." En hún sagði þetta auðvitað á frönsku.
- Ben Stiller er sonur kallsins sem lék föður George í Seinfeld-þáttunum.
- Loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands árið 1930.
- Sterkasta beinið í fætinum er hælbeinið.
- Silvester Stallone fór úr Armani jakkanum sínum og vafði nýfætt barn sitt í hann þegar frú Stallone fæddi fimmta barn þeirra í lyftu hér um árið.
- Leikarinn og leikstjórinn Mel Brooks heitir í alvörunni Melvyn Kaminsky.
- Fljótasta landspendýrið er blettatígur.
- Stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore telur sig hafa fundið upp internetið.
- Þorpið Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwillantysiliogogogoch er í Wales. Þetta er líka lengsta staðarnafn í heimi.
- Afkastamesti uppfinningamaður sögunnar var Thomas Alva Edison.
- Í Kína eru flest svín í heiminum.
- Moskítóflugur laðast mest að bláum lit.
Kópavogsbúinn Fannar í 3.G. fær link fyrir að vera hann sjálfur.
sunnudagur, desember 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli