laugardagur, desember 27, 2003

Mig dreymdi draum...

... og draumurinn var sá að ég fékk 10 flísteppi í jólagjöf. Ég var bara nokkuð ánægð með það og varð enn ánægðari þegar ég komst að því að teppin voru frá engum öðrum en Fídel Kastró. Hann kom með þau í eigin persónu og sagði að ég myndi skilja gjöfina seinna. En það gerði ég ekki af því að ég var vakin. Síminn minn hringdi kl. 4 í nótt og ég svaraði: "Fídel?" Síðan var skellt á. Ég mun finna þig í fjöru, mörðurinn þinn!!



Teppin voru svona nema í mismunandi litum. Núna vildi ég að ég ætti svona teppi.

Engin ummæli: