föstudagur, desember 26, 2003

UPPGÖTVANIR SÍÐUSTU DAGA:

1. Rauðsokka þýðir víst kvenréttindabaráttukona, ekki indíánakona eins og ég hélt.

2. Ástæðan fyrir því að maður kallar höfuðverk eftir fyllerí, timburmenn er sú að það er hægt að líkja verknum við smiði að hamra í timbur. Alltof langsótt fyrir mig.

3. Rauðkál er vont.

4. Líka bláu molarnir í Gæðastrætis konfektinu.

5. Það er ekkert sniðugt að pakka inn kassakvittuninni með jólagjöfinni.

6. Það er líka ekkert sniðugt að senda tóm jólakort en nú þegar vitum við að þau eru 2 þessi jól og þau eru örugglega fleiri.

Engin ummæli: