sunnudagur, desember 14, 2003

BIRGITTA DAGSINS!

Vitiði hvað krakkar? Ég talaði við Birgittu Haukdal áðan! Hún er svo yndisleg mannseskja, algjört krúttípútt! Hún var í Kringlunni áðan ásamt öllum hinum rúsínubollunum í Írafár, að árita nýja diskinn sinn. Ég hoppaði hæð mína af gleði og fór strax í Skífuna að kaupa diskinn. Þetta var svo sannarlega minn lukkudagur af því að diskurinn var á tilboði á aðeins 1899,- kr! Var ég ekki heppin? JÚ!!
Ég þurfti reyndar að bíða í röð í hálftíma en hvað gerir maður ekki til að berja átrúnaðargoðið sitt augum? Og svo var komið að mér... fyrst var það Hanni banni sem skrifaði, o hann er algjört kandífloss! Svo skrifuðu hinir en þeir eru ekki eins miklir sykurpúðar. Jú kannski litli sæti krulluhausinn, hann er algjör bingókúla!! Ó Birgitta, ó Birgitta! Hve mikið ég dái þig! Þegar hún átti að fara að skrifa, gat ég ekki annað en starið, ég var í svo mikilli sæluvímu! Þegar ég gat loksins komið útúr mér orði, bað ég hana um að skrifa nafnið mitt inní diskinn. Hún skrifaði reyndar: Til Særúni Ósk frá Birgittu. Ég meina, ef einhver annar hefði beygt nafnið mitt svona vitlaust hefði ég bara kýlt hann en fyrst þetta var nú bara hún Birgitta, þá var þetta nú allt í lagi. Við verðum nú að gefa henni smá séns, hún er nú einu sinni frá Húsavík.
Ég er búin að hlusta á diskinn í allan dag og vá hvað hann er góður!! Sérstaklega lagið eftir Birgittu sem hún samdi eftir að afi hennar dó. Ég fór bara að gráta og allt og hér sit ég með maskara niður á kinn og bara tími ekki að þurrka þessi tár því að þau eru svo einlæg.
En jæja, ég ætla núna að hlusta á diksinn í 5. skiptið í dag.

GLOSS KOSS!!

Í súkkulaðidagatalinu: Afsteypa af rassinum á Hanna banna.
Í skóinn: Birgittu-húfa, Birgittu-gleraugu og Birgittu-pillur.

Engin ummæli: