mánudagur, desember 15, 2003

HELVÍTIÐ HANN DABBI ODDS!

Eftir frekar erfitt enskupróf í morgun gekk ég súr á svip framhjá stjórnarráðinu ásamt Björk Níels og Guggu á leið í strætó. Ekki skánaði ástandið því að hver haldiði að hafi staðið beint fyrir framan gluggann á stjórnarráðinu? Jú hann Dabbi litli krulluhaus!! Hjartað datt ofan í klof við þessa sjón því að þetta var svo ófögur sjón. Dabbi að mönsa feitan Nonnabita með sósu útá kinn. Ég var sú eina sem sá þennan hrylling og þegar við höfðum labbað framhjá sagði ég: "Hey, þarna var Dabbi Odds!" Björk varð furðulostin og í örvæntingu sinni hrópaði hún: "Ha, jólasveinninn??" Þá svaraði ég galvösk að vanda: "Það er nú enginn munur á þeim!" Og að þessum orðum slepptum rann ég beint á rassinn fyrir framan stjórnarráðið! Það var svolítið skrýtin tilfinning, fannst eins og að þetta gerðist í slow-motion en svo var víst ekki. Og það besta var að ég var í mjög ljósum buxum og afturendinn var alveg brún. Það er bara flott að eiga hálfar brúnar buxur og hálfar ljósar.
En ég kenni Dabba alfarið um þetta óhapp mitt og má hann missa allar sínar krullur mín vegna og hoppa í hyldýpi helvítis í leiðinni.



DABBI KÚKALABBI!

Í súkkulaðadagatalinu: Ég hef aldrei átt neitt dagatal! Trúgjarna fólk!
Í skóinn: Táfýla

Engin ummæli: