TÓNLEIKAR DAGSINS!
Ég var að koma af tónleikum. Þetta voru garg- og sargtónleikar. Það var nefnilega lítill strákur fyrir aftan mig, sonur fyrrverandi kennara míns, sem orgaði allan tímann af því að snakkið hans var búið. Hver kemur með snakk á tónleika? Ekki ég!! Kennarabörn... kolvitlaus alveg.
En systlingurinn minn stóð sig með mikilli prýði í sarginu. Hún er meira að segja farin að spila í takt! Svo slitnaði strengur hjá henni 10 mínútum áður en hún átti að byrja. Vond skita! Hún fékk því lánaða fiðlu hjá vinkonu sinni. En á tónleikunum voru spilaðir margir góðir slagarar á borð við Partýlagið og G-streng. Og viti menn! Stelpufjandinn sem fór að hlæja að nafni síðara lagsins á síðustu tónleikum, fór aftur að hlæja á þessum tónleikum. Hún sökk í sætið sitt... aftur og fékk vond augnaráð... aftur. Stelpan vill ekki láta nafns síns getið.
Í súkkulaðidagatalinu: Sneriltromma
Í skóinn: Súkkulaðijólasveinn sem endaði líf sitt í ruslinu. Einnig fékk ég bangsa sem á að spila Heims um ból þegar ýtt er á maga hans. En hann er bilaður og þegar ýtt er á magann heyrist bara: Biiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Hann er greinilega í hjartastoppi.
Og já. Það á víst að vera einhvers konar gestabók á þessu vefsetri en að finna hana er eins og að leita að nál í heystakk. Skil samt ekki af hverju þetta heitir gestabók því að enginn er penninn. Þetta er gott dæmi um hluthvarf. Eða var það huglægni? Nú jæja, mér er sama. Gestabókin er bleik af einhverjum ástæðum. Veit ekki af hverju.
laugardagur, desember 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli