ÞÝSKALAND Í HNOTSKURN!
Stærsta land í Evrópu, Þýskaland, (fyrir utan Rússland) hefur sína kosti og galla. Tökum dæmi:
KOSTIR:
- Þar er oftast heitt og ekki þessi ískaldi vindur eins og er á Íslandi. S.s. allt annað en rokrassgat!
- Í stórborgum (eins og t.d. í Köln) þarf maður ekki að vera hræddur um að mæta fyrrverandi kærastanum á förnum vegi eins og er sífellt að gerast á Íslandi. Huhumm...
- Fólk verður bara ánægt að sjá mann því maður er frá Íslandi. Eins og þegar við fórum nokkur á pöbb og það var 18 ára aldurstakmark inn á staðinn, við áttum ekkert að komast inn en svo missti einhver út úr sér að við værum frá Íslandi og þá bara.... "alles gutes!" Ég og hún Oddný fórum líka í bakarí í Þýskalandi og okkur var hleypt fram fyrir alla og borguðum 1 € (ca. 87 kr.) fyrir 2 svala, 2 tyggjópakka og 2 kökusneiðar. Alles gutes með það og ekki amalegt!
- Þjóðverjar keyra hratt og ég fíla það!! Konan sem ég gisti hjá keyrði t.d. mér og Oddnýju í rútuna þegar við vorum að fara heim... á 140 km hraða!! Kannski vildi hún losna við okkur sem fyrst... veit það ekki :S
- Dettur ekkert meira í hug
GALLAR
- #$%%@€ stallaklósettin! Hvaða fáviti fattaði upp á svona viðbjóði??
- Þjóðverjar vilja alltaf vera stundvísir og nýta tímann. Mér finnst það galli því að... ég er Íslendingur!!
- Dettur ekkert meira í hug
fimmtudagur, júní 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli