föstudagur, júní 20, 2003

ÞÝÐINGAR DAGSINS!

Ég get ekki slitið mig frá umræðu minni um Þýskaland því að... jæja OK, ég dýrka þetta land!! Ég rakst líka á það í þessari ferð að það, að þýða orðtök og setningar frá íslensku yfir á ensku, getur verið bara massa fyndið! Eiki bleiki stóð sig líka vel í þessum málum og fær hann hrós frá mér fyrir það!! :D Við notuðum þessar þýðingar óspart á Germanana en þeim fannst þetta ekki jafn fyndið og okkar.... þetta er líka ýtið fólk, ýtið fólk! En er ekki best að taka bara nokkur dæmi?? Ég held það:

- Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð = I don’t know my smokey advice
- Hann fór á kostum = He went on options
- Þarna var fólk í hundraða tali = There were people in hundreds of speaking
- Það kom babb í bátinn = It came a babb in the boat
- Kjánaprik = Sillystick... AHAHAHAHA!
- Eigum við að fara út á lífið í kvöld? = Should we go out to the life tonight?
- Viltu brjóstsykur? = Would you like some breastsugar?
- Ekki leggja hann í einelti! = Don’t lay him into one-following!
- Hákarl og brennivín er þjóðarréttur Íslendinga = High-man and burning-wine is the national-right of Icelanders

Ah, þetta er svo fyndið svona í morgunsárið! Ég ætti kannski bara að semja bók: “Lélegar þýðingar að hætti Særúnar” Ég verð að pæla aðeins í þessu því ekki get ég gert þetta ein... ég held ekki! Best að byrja þá að pæla........... Hvaðan kemur orðið “að pæla” ?? Hummm....

Engin ummæli: