DIE REISE IST ZU ENDE!!
Ég er komin heim á kaldan klakann
ég er komin heim með stakan skó
ég er komin heim að heilsa mömmu
en fékk bara að heyra: "Særún þó!"
Já svona lauk þessari sjóferð. Ég fór úr 35 stiga hita og er komin í skítakulda. Ég elska Þýskaland!! Ég á margar góðar miningar þaðan en einnig slæmar. Ég á t.d. aldrei eftir að gleyma þýsku klósettunum. Á heimilinu sem ég var á, var eitt af þessum vibbaklósettum. Lorturinn og pissið fór ekki neðst á botninn, heldur lenti á einhverjum stalli ofarlega í klóinu. Þetta myndi Íslendingar ekki sætta sig við. Svo á sumum heimilum var annað lítið klósett við hliðina á því stóra, til að þvo og þurrka rassinn eða fæturna. Ég fékk því miður ekki að sjá þann litla gaur... ég er alveg miður mín.
Ég er hætt að tala um þýska skítadalla. Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei. Það er kominn 17. júní!! Gangan gekk bara vel í dag því ég datt ekki. Systir mín sagði að litli feiti trommukallinn hafi næstum því dottið aftur á sama stað og hann gerði 1. maí en hann náði að halda jafnvæginu. Til hamingju með það Doddi!
þriðjudagur, júní 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli