föstudagur, maí 16, 2003

FORELDRAGULLKORN DAGSINS!

1. Ólíklegasta mannveran að mínu mati til að koma með gullkorn, er hann pabbi. Hann leynir svo sannarlega á sér kallinn, og getur bara verið fruntalega fyndinn þegar hann vill það og tekur sig til. Þetta byrjaði allt saman þegar við sátum við matarborðið og ég var að segja meðlimum fjölskyldunnar frá því sem ég skrifaði í íslensku ritgerðinni minni. Hún var um bækur sem dægradvöl og einhvern veginn fékk ég þá ósniðugu flögu í hausinn að segja að án bókar væri ég eins og franskar kartöflur án kokteilsósu. Léleg samlíking sú arna.Pabbi fór nú bara að hlæja að mér, kallaði mig kjánaprik og sagðist geta komið með miklu betri setningu en þetta. Og þá kom það: "Það er gott að búa í Bókavogi!" HAHA! Jæja, þetta var kannski fyndið þá en hann náði feita-sjalla-undirhökukarlinum bara nokkuð vel! :)

2. Móðir mín kær á gullkorn númer 2 og það ekki í fyrsta skiptið. Þetta er nú reyndar eldgömul saga sem pabbi var að segja mér í gær, en hún telur. Mamma átti einu sinni bol sem á stóð: Choose Life! (Fyrir þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum??) Ég hef alltaf vitað að enskukunnáttan hennar mömmu hefur aldrei verið upp á marga fiska en núna sé að hún er hörmuleg!! Kellan hélt nefnilega að það stæði á bolnum: Goose Life! Pabbi stríddi henni víst allsvakalega útaf þessu en hún stóð við sitt; á bolnum stendur: Goose Life! Það er nú eilítill sannleikur í þessu því mamma lifir hálfgerðu gæsalífi. Hún er gæsamamma og hún var gæsuð fyrir brúðkaupið sitt og varð að ná í plastgæs útá tjörnina í Hellisgerði.... með sundfit!

Svona fór um sjóferð þá. Hjónakornin eiga nú einhver fleiri gullkorn en ég man bara engin eins og er. Ég veit... þessi sem ég er búin að segja frá eru svona -þú-varðst-að-vera-þar- móment en hey... ég vil bara deila með mér gleðinni!! :E

Engin ummæli: