mánudagur, maí 19, 2003

MARTRÖÐ NÆTURINNAR!

Í nótt dreymdi mig draum. Þetta var ekki venjulegur draumur, heldur hræðilegasta martröð sem ég hef fengið. Verri en martröðin um það þegar mamma fór til helvítis með lyftu og ég varð að taka stigana. Verri en martröðin þegar ég labbaði fram af bryggju. Og ó já... verri en að ég sé föst í tölvuleiknum Jack The Rabbit og ég sé elt af morðóðum, stökkbreyttum gulrótum.
Sú martröð sem toppaði eitt sinn Topp 10-listann minn var það þegar amma mín fór inn í helli, ýtti á takka og þá byrjaði eldfjall að gjósa í Hafnarfirði. Ég og hundurinn minn vorum þau einu sem dóu því að í sameiningu ætluðum við að bjarga henni Björk frá því að steikjast, því hún nýtti bara tækifærið því það var svo heitt og skellti sér í sólbað. Við náðum samt að bjarga öðlingnum henni Björk en ekki okkur sjálfum. Svo er verið að segja að maður sé sjálfselskur!!!
En best að vinda sér nú að fyrirsögninni. Martröðin byrjaði þannig að ég ákvað að fara í ljós (hlutur sem ég geri kannski ca. einu sinni á ári, bara svona til að lifa) Þetta byrjaði bara ágætlega, varð reyndar að hlusta á eitthvað FM-hnakka-ógeð því ég kunni ekki að skipta um útvarpsstöð. Svo gerðist það.... gagnsæa platan sem á einhvern hátt, á að halda manni uppi, byrjaði að bresta. Og svo bara... PÚMM!! TSSSS! Mín datt bara á þessar 333° heitu perur og bara steiktist! Og þarna var ég... spælt egg á sólbaðsstofu og öllum var sama. Það komu samt nokkrir í jarðarförina... eigandi sólbaðsstofunnar og mamma og pabbi. Svo var búið að skrifa á legsteininn: “Hún sá ljósið” Já, mamma og pabbi eru alltaf svo heppin með orðin!
En sem sagt þá var þetta versta martröð lífs míns. Þetta sýnir kannski að það er ekki gott að fara í ljós, allavega geri ég það ekki í bráðinni! :S Góður boðskapur og góð skilaboð!

Engin ummæli: